Tekjur Íslendinga: Katrín Tanja trónir enn á toppnum Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2019 10:30 Skellihlæjandi, alla leið í bankann. Fréttablaðið/Michael Valentin Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.
CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira