Kveðst vonbetri eftir fund ráðherranna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Angela Merkel Þýskalandskanslari í Viðey í gær. Fréttablaðið/Ernir Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Loftslagsmálin voru efst á baugi hjá forsætisráðherrum Norðurlandanna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á blaðamannafundi sem fór fram í Viðey í gær vegna sumarfundar norrænu leiðtoganna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði leiðtogana hafa rætt um að Norðurlönd yrðu sjálfbærasta svæði heims. „Þetta þýðir að við erum að viðurkenna loftslagskrísuna en einbeita okkur að aðgerðum. Þetta var afar góður fundur,“ sagði Katrín. Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, sagði við Fréttablaðið eftir fundinn að hann væri vonbetri nú en áður um að það tækist að fyrirbyggja loftslagshamfarir. „Ég er afar vongóður þegar kemur að Norðurlöndunum. Ákvarðanirnar sem við höfum tekið í dag snúast um að Norðurlöndin muni leggja meira af mörkum,“ sagði Rinne. Hann teldi nauðsyn að Evrópa tæki forystu í loftslagsmálum. „Ég vona að við getum náð því markmiði að halda hlýnun undir 1,5 gráðum. Ég er aðeins vonbetri í dag en í gær.“Antti Rinne á blaðamannafundi ráðherra norðurlandanna og Angelu Merkel í Viðeyjarstofu í Viðey í gær.Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði að mikilvægasta ákvörðun fundarins hefði verið um nána samstöðu og samstarf Norðurlandanna og Þýskalands. „Ég vil einnig að það komi skýrt fram að við ætlum að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það er ekki nóg að tala bara um þær eða funda. Við þurfum að sýna fólki, sérstaklega börnum, að við erum að axla ábyrgð,“ sagði Frederiksen. Hin norska Erna Solberg tók undir þetta. „Við sem leiðtogar þurfum að horfa fram á veginn og finna lausnir á þessum vandamálum. Ég held að við Norðurlandaþjóðirnar séum afar færar í því,“ sagði Solberg. Stefan Löfven, sænski forsætisráðherrann, sagði Norðurlöndin vilja standa saman á væntanlegri loftslagsráðstefnu, sem fer fram í New York í Bandaríkjunum í september, og koma sínum skilaboðum á framfæri. „Að það þurfi að beita praktískum lausnum.“ Þýskalandskanslari tók fram að Þjóðverjar hefðu ekki verið nógu meðvitaðir um mikilvægi Norðurslóða og Evrópusambandið ekki heldur. Það myndi breytast í náinni framtíð enda gæti bráðnun hafíss á svæðinu haft alvarlegar afleiðingar. Forsætisráðherrar Norðurlandanna auk leiðtoga Grænlands og Álandseyja funduðu fyrr um daginn með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um loftslagsmál. Var þar undirrituð yfirlýsing um jafnrétti kynjanna, sjálfbærni og loftslagsbreytingar.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Finnland Grænland Noregur Svíþjóð Þýskaland Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum