Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 21:44 Hér má sjá umfang hrunsins Facebook/Lögreglan Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum. Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað í gær en aðgengi að fjörunni austan við Hálsanefshelli hefur verið lokað fram á föstudag. Breidd skriðunnar er um hundrað metrar og hljóp hún um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Stærstu steinar sem eru sýnilegir eru allt að þrír metrar að þvermáli og benda frumniðurstöður til þess að flatarmál svæðisins undir skriðunni sé um 5.200 fermetrar.Sjá einnig: Sjáðu drónaskot af hlíðinni í Reynisfjöru Athuganir sérfræðinga ofanflóðadeildar Veðurstofunnar benda til þess að skriðan hafi fallið á áttunda tímanum í gærmorgun en lögreglumaður sem var í vettvangsferð á svæðinu klukkan 7:30 varð var við mistur og brúnan lit á sjónum, sem bendir til þess að hún hafi verið nýfallin. Ekki er útilokað að hún hafi fallið í nokkrum áföngum. Þrátt fyrir lokanir á svæðinu hafa ferðamenn virt lokanir lögreglu að vettugi. Hópur fólks, um það bil þrjátíu manns, fór inn fyrir lokanir um miðjan dag í dag og stóð undir klettum nærri svæðinu þar sem skriðan féll. Þurfti lögregla að vísa þeim af svæðinu og sagði Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, að hópurinn hefði verið í lífshættu að hans mati. Verkefnastjóri Almannavarna á Suðurlandi sagði í samtali við fréttastofu í gær að aðstæður á svæðinu væru varhugaverðar þar sem ekki sé útilokað að fleiri skriður falli eða meira grjóthrun verði. Þrír hafa slasast eftir að hafa fengið grjót yfir sig á síðustu dögum.
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Stór hluti Reynisfjalls féll í Reynisfjöru Austasta hluta Reynisfjöru var í gær lokað sökum grjóthruns eins og Vísir greindi frá í gær. Lögreglan á Suðurlandi birtir í dag mynd sem sýnir umfang grjóthrunsins en ljóst er að nokkuð stór hluti hlíðar Reynisfjalls hefur fallið í fjöruna og í sjó. 20. ágúst 2019 08:22