Parmaskinkan hans Ólafs mun fást á Íslandi Sigmar Vilhjálmsson skrifar 21. ágúst 2019 22:39 Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna, setti niður penna á Vísi.is þann 21. ágúst. Greinarstúfur hans bar yfirskriftina „Hver níðist á neytendum?“. Ekki veit ég hver tilgangur þessa skrifa hans var en það er ljóst að hann hafði greinilega engan tíma til að skrifa þessa grein. Í fyrsta lagi er FESK félagasamtök sem stofnuð eru af búgreinafélögum eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda. Það eru því engin fyrirtæki aðilar að FESK. Undirritaður er talsmaður FESK en ekki fyrirtækja. Ef Ólafur hefði gefið sér meiri tíma í greinina og skoðað heimasíðu FESK (www.fesk.is) þá hefði hann kannski geta sparað sér ómakið með þessum greinarstúf. Í öðru lagi þá virðist hann ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér hvaða fyrirtæki og aðilar fengu þessar skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmætra útboða á tollkvótum á árunum 2009 – 2013. En þar sem undirritaður hefur kynnt sér málið þá munar ekki um að upplýsa um það hér að málið var rekið af lögmönnum Félags Atvinnurekenda og að þau félög sem fengu langstærstan hluta af þeim skaðabótum eru félög innan þeirra vébanda. Ekkert af þeim fyrirtækjum eru félagsmenn FESK, enda engin fyrirtæki með aðild að FESK. Ólafur Arnarson ætti kannski að gefa sér lengri tíma til að skrifa sínar greinar. Ekki væri verra ef að þær væru stílaðar á rétta aðila og með réttum fyrirtækjanöfnum. Það er lágmarkskrafa að gæta sanngirni þegar verið er að rýna til gagns. FESK er ekki á móti innflutningi heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við Íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist og/eða til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega. Ólafur þarf því ekki að óttast að Parma skinkan hans verði framleidd á Íslandi enda er ekki hægt að framleiða hana á Íslandi. Parma skinka er frá Parma borg í Emilía-Rómanja héraðinu á Ítalíu og dregur skinkan nafn sitt frá Parmaborg. Nafn hennar er lögverndað. Ólafur hefði líklega geta komist að því ef hann hefði gefið sér tíma til að kynna sér það, t.d. með því að „gúúgla“ það.Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ólafur Arnarson, hagfræðingur og fv. formaður Neytendasamtakanna, setti niður penna á Vísi.is þann 21. ágúst. Greinarstúfur hans bar yfirskriftina „Hver níðist á neytendum?“. Ekki veit ég hver tilgangur þessa skrifa hans var en það er ljóst að hann hafði greinilega engan tíma til að skrifa þessa grein. Í fyrsta lagi er FESK félagasamtök sem stofnuð eru af búgreinafélögum eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda. Það eru því engin fyrirtæki aðilar að FESK. Undirritaður er talsmaður FESK en ekki fyrirtækja. Ef Ólafur hefði gefið sér meiri tíma í greinina og skoðað heimasíðu FESK (www.fesk.is) þá hefði hann kannski geta sparað sér ómakið með þessum greinarstúf. Í öðru lagi þá virðist hann ekki hafa gefið sér tíma til að kynna sér hvaða fyrirtæki og aðilar fengu þessar skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmætra útboða á tollkvótum á árunum 2009 – 2013. En þar sem undirritaður hefur kynnt sér málið þá munar ekki um að upplýsa um það hér að málið var rekið af lögmönnum Félags Atvinnurekenda og að þau félög sem fengu langstærstan hluta af þeim skaðabótum eru félög innan þeirra vébanda. Ekkert af þeim fyrirtækjum eru félagsmenn FESK, enda engin fyrirtæki með aðild að FESK. Ólafur Arnarson ætti kannski að gefa sér lengri tíma til að skrifa sínar greinar. Ekki væri verra ef að þær væru stílaðar á rétta aðila og með réttum fyrirtækjanöfnum. Það er lágmarkskrafa að gæta sanngirni þegar verið er að rýna til gagns. FESK er ekki á móti innflutningi heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við Íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist og/eða til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega. Ólafur þarf því ekki að óttast að Parma skinkan hans verði framleidd á Íslandi enda er ekki hægt að framleiða hana á Íslandi. Parma skinka er frá Parma borg í Emilía-Rómanja héraðinu á Ítalíu og dregur skinkan nafn sitt frá Parmaborg. Nafn hennar er lögverndað. Ólafur hefði líklega geta komist að því ef hann hefði gefið sér tíma til að kynna sér það, t.d. með því að „gúúgla“ það.Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun