Einungis 1/3 allra fyrirtækja í heiminum ná að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 11:20 Í gegnum áranna rás hefur áhersla stjórnenda verið á að móta „réttu“ stefnuna og þegar komið hefur að því að innleiða þá stefnu er krafturinn uppurinn og daglegur rekstur farinn að soga til sína alla orkuna. En hvernig er hægt að forðast þennan pytt sem flest fyrirtæki detta í? Til að byrja með þarf stytta þann tíma sem fer í að móta stefnuna þannig að öll orkan sé ekki uppurin strax í upphafi. Einnig þarf að tryggja að sem flestir sem munu bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar innan fyrirtækisins komi að mótun hennar strax í upphafi þannig að það sé víðtækt eignarhald. Loks þarf að huga að því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná fram þeirri stefnu sem er verið að móta og hversu vel fyrirtækið er í stakk búið til að ná fram þeirri stefnu. Í síbreytilegu umhverfi er nánast ómögulegt að móta hina einu „réttu“ stefnu. Það sem skiptir máli er að vita fyrir hvað fyrirtækið stendur (hlutverk), hvert það er að fara (framtíðarsýn) og hvernig það ætlar að komast þangað (aðgerðaáætlun). Fyrirtæki geta síðan verið misjafnlega vel í stakk búin til að takast á við þær breytingar sem aðgerðaáætlunin kallar á og því þarf oft að fara í ákveðna undirbúningsvinnu eins og skipulagsbreytingar, sækja þekkingu og hæfni sem ekki er til staðar og/eða vinna í jarðveginum (menningunni) svo eitthvað sem nefnt. Í Hörpunni 23. september n.k. verður haldin í fyrsta sinn alþjóðleg ráðstefna um innleiðingu stefnu – „Bold Strategy Summit ´19“. Þar munu helstu sérfræðingar heims á þessu sviði fjalla um ýmis tæki og tól og strauma og stefnur sem geta aðstoðað fyrirtæki í þeirri vegferð að ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Hvort sem fyrirtækið þitt er eitt af hverjum þremur sem nær að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt eða ekki þá er klárt að þessi ráðstefna á erindi til allra stjórnenda.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Strategiu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í gegnum áranna rás hefur áhersla stjórnenda verið á að móta „réttu“ stefnuna og þegar komið hefur að því að innleiða þá stefnu er krafturinn uppurinn og daglegur rekstur farinn að soga til sína alla orkuna. En hvernig er hægt að forðast þennan pytt sem flest fyrirtæki detta í? Til að byrja með þarf stytta þann tíma sem fer í að móta stefnuna þannig að öll orkan sé ekki uppurin strax í upphafi. Einnig þarf að tryggja að sem flestir sem munu bera ábyrgð á innleiðingu stefnunnar innan fyrirtækisins komi að mótun hennar strax í upphafi þannig að það sé víðtækt eignarhald. Loks þarf að huga að því til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná fram þeirri stefnu sem er verið að móta og hversu vel fyrirtækið er í stakk búið til að ná fram þeirri stefnu. Í síbreytilegu umhverfi er nánast ómögulegt að móta hina einu „réttu“ stefnu. Það sem skiptir máli er að vita fyrir hvað fyrirtækið stendur (hlutverk), hvert það er að fara (framtíðarsýn) og hvernig það ætlar að komast þangað (aðgerðaáætlun). Fyrirtæki geta síðan verið misjafnlega vel í stakk búin til að takast á við þær breytingar sem aðgerðaáætlunin kallar á og því þarf oft að fara í ákveðna undirbúningsvinnu eins og skipulagsbreytingar, sækja þekkingu og hæfni sem ekki er til staðar og/eða vinna í jarðveginum (menningunni) svo eitthvað sem nefnt. Í Hörpunni 23. september n.k. verður haldin í fyrsta sinn alþjóðleg ráðstefna um innleiðingu stefnu – „Bold Strategy Summit ´19“. Þar munu helstu sérfræðingar heims á þessu sviði fjalla um ýmis tæki og tól og strauma og stefnur sem geta aðstoðað fyrirtæki í þeirri vegferð að ná að innleiða sína stefnu á árangursríkan hátt. Hvort sem fyrirtækið þitt er eitt af hverjum þremur sem nær að innleiða stefnu sína á árangursríkan hátt eða ekki þá er klárt að þessi ráðstefna á erindi til allra stjórnenda.Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Strategiu ehf.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar