Innlent

Ráðist á unglinga með rafbyssu í Kópavogi

Stefán Ó. Jónsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Árásin var framin á skólalóð í Kópavogi
Árásin var framin á skólalóð í Kópavogi Vísir/Vilhelm
Fjórir drengir á aldrinum 16 til 18 ára réðust á 15 ára gamla unglinga á skólalóð í Kópavogi í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar notuðu drengirnir rafbyssu, svokallaðan tacer, til árásarinnar og var unglingurinn með sjáanlega áverka eftir árásina þannig að flytja þurfti hann á slysadeild.

Drengirnir fjórir óku burt af vettvangi en voru handteknir í Rofabæ á tólfa tímanum og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku, þangað sem foreldrar þeirra síðan mættu. Rafbyssa, hnífur og fleiri hlutir voru teknir af strákunum og verður þeim eytt að sögn lögreglu. Drengjunum var sleppt úr haldi að loknum yfirheyrslum.

Þá hafði lögreglan jafnframt afskipti af manni upp úr miðnætti sem var að vinna á beltagröfu í miðborginni með tilheyrandi hávaða. Maðurinn kvaðst hafa verið við störf síðan kl. 11:00 um morguninn og hafi ætlað að klára ákveðið verk en lögregla gerði manninum var gert að hætta strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×