Lágmörkum kolefnissporin Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 10:00 Í sumar hef ég notið þess að hann Kristmundur garðyrkjubóndi, sem er með sína framleiðslu nánast á móti mínu húsi, setti upp verslun á sínum afurðum úti á götu. Oft á dag fyllir hann skápinn af nýtíndum jarðarberjum sem eru algjörlega himnesk á bragðið. Þetta uppátæki Kristmundar hefur gert það að verkum að ég hef innbyrt ómælt magn af jarðarberjum í sumar með sannarlega góðri samvisku. Það má með sanni segja að verslunarhættirnir verði varla umhverfisvænni en þetta. Berin góðu eru ræktuð við hin bestu skilyrði, vökvuð með hreinu íslensku vatni og gróðurhúsin hituð með sjálfbærri orku sem kraumar undir okkur öllum sem í Hveragerði búum. Og hann Mundi minn er hvorki að flækja hlutina né að vantreysta náunganum því ég set seðil í bauk eða millifæri á staðnum inn á reikning. Þetta er með öðrum orðum sjálfsafgreiðslustöð eins og hún gerist best! Eins og áður sagði neyti ég dásemdanna með góðri samvisku enda finnst mér framlag mitt með ágætum. Ég styð við íslenska framleiðslu, styð við atvinnu í mínu nærumhverfi og held kolefnissporinu í lágmarki. Það væri óskandi ef við hefðum þetta ávallt í öndvegi er við efnum til kaupa á ýmsum vörum. Fyrst og síðast eigum við að spyrja okkur að því hvort varan sé íslensk. Því við eigum að velta því fyrir okkur hvaðan vörurnar eru að koma sem við neytum og við hvaða skilyrði varan er framleidd. Því hverri einustu kaupákvörðun fylgir ábyrgð og við höfum val. Nýlega ætlaði ég að kaupa lambakótelettur úr kjötborði en hætti snarlega við er ég sá að þær voru frá Nýja-Sjálandi. Nú er þetta örugglega ágætt kjöt en það er samt eitthvað rangt við það að hér í landi sauðkindarinnar skulum við flytja með ærnum tilkostnaði lambakjöt til landsins frá einu fjarlægasta landi sem við getum fundið! Styðjum hvert við annað og stuðlum að því að blómleg atvinnustarfsemi blómstri hér á landi hvort sem það eru matvæli, húsgögn, þjónusta eða annað. Þannig höldum við kolefnissporinu í lágmarki því ég tölti þetta jafnvel bara á inniskónum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Neytendur Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Í sumar hef ég notið þess að hann Kristmundur garðyrkjubóndi, sem er með sína framleiðslu nánast á móti mínu húsi, setti upp verslun á sínum afurðum úti á götu. Oft á dag fyllir hann skápinn af nýtíndum jarðarberjum sem eru algjörlega himnesk á bragðið. Þetta uppátæki Kristmundar hefur gert það að verkum að ég hef innbyrt ómælt magn af jarðarberjum í sumar með sannarlega góðri samvisku. Það má með sanni segja að verslunarhættirnir verði varla umhverfisvænni en þetta. Berin góðu eru ræktuð við hin bestu skilyrði, vökvuð með hreinu íslensku vatni og gróðurhúsin hituð með sjálfbærri orku sem kraumar undir okkur öllum sem í Hveragerði búum. Og hann Mundi minn er hvorki að flækja hlutina né að vantreysta náunganum því ég set seðil í bauk eða millifæri á staðnum inn á reikning. Þetta er með öðrum orðum sjálfsafgreiðslustöð eins og hún gerist best! Eins og áður sagði neyti ég dásemdanna með góðri samvisku enda finnst mér framlag mitt með ágætum. Ég styð við íslenska framleiðslu, styð við atvinnu í mínu nærumhverfi og held kolefnissporinu í lágmarki. Það væri óskandi ef við hefðum þetta ávallt í öndvegi er við efnum til kaupa á ýmsum vörum. Fyrst og síðast eigum við að spyrja okkur að því hvort varan sé íslensk. Því við eigum að velta því fyrir okkur hvaðan vörurnar eru að koma sem við neytum og við hvaða skilyrði varan er framleidd. Því hverri einustu kaupákvörðun fylgir ábyrgð og við höfum val. Nýlega ætlaði ég að kaupa lambakótelettur úr kjötborði en hætti snarlega við er ég sá að þær voru frá Nýja-Sjálandi. Nú er þetta örugglega ágætt kjöt en það er samt eitthvað rangt við það að hér í landi sauðkindarinnar skulum við flytja með ærnum tilkostnaði lambakjöt til landsins frá einu fjarlægasta landi sem við getum fundið! Styðjum hvert við annað og stuðlum að því að blómleg atvinnustarfsemi blómstri hér á landi hvort sem það eru matvæli, húsgögn, þjónusta eða annað. Þannig höldum við kolefnissporinu í lágmarki því ég tölti þetta jafnvel bara á inniskónum!
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun