Skotið á skrifstofur innflytjendayfirvalda í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 11:48 Fulltrúar innflytjenda- og tollaeftirlitsins ICE. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Forsvarsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) fullyrða að pólitísk orðræða og „villandi upplýsingar“ um innflytjendastefnu Trump-stjórnarinnar hafi verið orsakir þess að skotið var á skrifstofur stofnunarinnar í San Antonio í Texas í fyrrinótt. Enginn særðist. Nokkrum byssukúlum var skotið á skrifstofur ICE um klukkan þrjú að nóttu að staðartíma. Einnig var skotið á tvær nærliggjandi byggingar, að sögn alríkislögreglunnar FBI. Enginn hefur verið handtekinn og leitar alríkislögreglan nú að sökudólgnum eða dólgunum. Störf ICE í tíð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafa verið afar umdeild. Aðbúnaður í skýlum fyrir innflytjendur í haldi hefur verið harðlega gagnrýndur. Rétt eftir skotárásina í El Paso fyrir einni og hálfri og viku sem var sérstaklega beint að rómansk amerískum innflytjendum lét ICE til skarar skríða og handtók hundruð manna sem voru taldir dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Engar ráðstafanir voru gerðar vegna barna fólksins og bárust fregnir af því að skólayfirvöld hafi þurft að hafa hraðar hendur til að sjá börnum fyrir samastað eftir að foreldrar þeirra voru handteknir. Í yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skrifstofurnar í San Antonio kennir ICE orðræðu gagnrýnenda stofnunarinnar um hana, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi truflandi almanna orðræða hylur störf mikilvægrar löggæslu og setur öryggi fulltrúa okkar í óþarfa hættu,“ sagði Daniel Bible, forstjóri ICE í San Antonio. Christopher Combs, yfirmaður FBI í borginni, segist óttast að fleiri skotárásir sem þessi gætu verið yfirvofandi vegna andrúmsloftsins í landinu. „Við getum ekki látið pólitíska orðræðu leiða okkur til ofbeldis þar sem alríkisstarfsmenn, saklaust fólk að vinna sína vinnu, er sett í hættu,“ segir Combs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Forsvarsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) fullyrða að pólitísk orðræða og „villandi upplýsingar“ um innflytjendastefnu Trump-stjórnarinnar hafi verið orsakir þess að skotið var á skrifstofur stofnunarinnar í San Antonio í Texas í fyrrinótt. Enginn særðist. Nokkrum byssukúlum var skotið á skrifstofur ICE um klukkan þrjú að nóttu að staðartíma. Einnig var skotið á tvær nærliggjandi byggingar, að sögn alríkislögreglunnar FBI. Enginn hefur verið handtekinn og leitar alríkislögreglan nú að sökudólgnum eða dólgunum. Störf ICE í tíð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafa verið afar umdeild. Aðbúnaður í skýlum fyrir innflytjendur í haldi hefur verið harðlega gagnrýndur. Rétt eftir skotárásina í El Paso fyrir einni og hálfri og viku sem var sérstaklega beint að rómansk amerískum innflytjendum lét ICE til skarar skríða og handtók hundruð manna sem voru taldir dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Engar ráðstafanir voru gerðar vegna barna fólksins og bárust fregnir af því að skólayfirvöld hafi þurft að hafa hraðar hendur til að sjá börnum fyrir samastað eftir að foreldrar þeirra voru handteknir. Í yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skrifstofurnar í San Antonio kennir ICE orðræðu gagnrýnenda stofnunarinnar um hana, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi truflandi almanna orðræða hylur störf mikilvægrar löggæslu og setur öryggi fulltrúa okkar í óþarfa hættu,“ sagði Daniel Bible, forstjóri ICE í San Antonio. Christopher Combs, yfirmaður FBI í borginni, segist óttast að fleiri skotárásir sem þessi gætu verið yfirvofandi vegna andrúmsloftsins í landinu. „Við getum ekki látið pólitíska orðræðu leiða okkur til ofbeldis þar sem alríkisstarfsmenn, saklaust fólk að vinna sína vinnu, er sett í hættu,“ segir Combs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira