Skotið á skrifstofur innflytjendayfirvalda í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 11:48 Fulltrúar innflytjenda- og tollaeftirlitsins ICE. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Forsvarsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) fullyrða að pólitísk orðræða og „villandi upplýsingar“ um innflytjendastefnu Trump-stjórnarinnar hafi verið orsakir þess að skotið var á skrifstofur stofnunarinnar í San Antonio í Texas í fyrrinótt. Enginn særðist. Nokkrum byssukúlum var skotið á skrifstofur ICE um klukkan þrjú að nóttu að staðartíma. Einnig var skotið á tvær nærliggjandi byggingar, að sögn alríkislögreglunnar FBI. Enginn hefur verið handtekinn og leitar alríkislögreglan nú að sökudólgnum eða dólgunum. Störf ICE í tíð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafa verið afar umdeild. Aðbúnaður í skýlum fyrir innflytjendur í haldi hefur verið harðlega gagnrýndur. Rétt eftir skotárásina í El Paso fyrir einni og hálfri og viku sem var sérstaklega beint að rómansk amerískum innflytjendum lét ICE til skarar skríða og handtók hundruð manna sem voru taldir dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Engar ráðstafanir voru gerðar vegna barna fólksins og bárust fregnir af því að skólayfirvöld hafi þurft að hafa hraðar hendur til að sjá börnum fyrir samastað eftir að foreldrar þeirra voru handteknir. Í yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skrifstofurnar í San Antonio kennir ICE orðræðu gagnrýnenda stofnunarinnar um hana, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi truflandi almanna orðræða hylur störf mikilvægrar löggæslu og setur öryggi fulltrúa okkar í óþarfa hættu,“ sagði Daniel Bible, forstjóri ICE í San Antonio. Christopher Combs, yfirmaður FBI í borginni, segist óttast að fleiri skotárásir sem þessi gætu verið yfirvofandi vegna andrúmsloftsins í landinu. „Við getum ekki látið pólitíska orðræðu leiða okkur til ofbeldis þar sem alríkisstarfsmenn, saklaust fólk að vinna sína vinnu, er sett í hættu,“ segir Combs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Forsvarsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) fullyrða að pólitísk orðræða og „villandi upplýsingar“ um innflytjendastefnu Trump-stjórnarinnar hafi verið orsakir þess að skotið var á skrifstofur stofnunarinnar í San Antonio í Texas í fyrrinótt. Enginn særðist. Nokkrum byssukúlum var skotið á skrifstofur ICE um klukkan þrjú að nóttu að staðartíma. Einnig var skotið á tvær nærliggjandi byggingar, að sögn alríkislögreglunnar FBI. Enginn hefur verið handtekinn og leitar alríkislögreglan nú að sökudólgnum eða dólgunum. Störf ICE í tíð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta hafa verið afar umdeild. Aðbúnaður í skýlum fyrir innflytjendur í haldi hefur verið harðlega gagnrýndur. Rétt eftir skotárásina í El Paso fyrir einni og hálfri og viku sem var sérstaklega beint að rómansk amerískum innflytjendum lét ICE til skarar skríða og handtók hundruð manna sem voru taldir dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Engar ráðstafanir voru gerðar vegna barna fólksins og bárust fregnir af því að skólayfirvöld hafi þurft að hafa hraðar hendur til að sjá börnum fyrir samastað eftir að foreldrar þeirra voru handteknir. Í yfirlýsingu vegna skotárásarinnar á skrifstofurnar í San Antonio kennir ICE orðræðu gagnrýnenda stofnunarinnar um hana, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi truflandi almanna orðræða hylur störf mikilvægrar löggæslu og setur öryggi fulltrúa okkar í óþarfa hættu,“ sagði Daniel Bible, forstjóri ICE í San Antonio. Christopher Combs, yfirmaður FBI í borginni, segist óttast að fleiri skotárásir sem þessi gætu verið yfirvofandi vegna andrúmsloftsins í landinu. „Við getum ekki látið pólitíska orðræðu leiða okkur til ofbeldis þar sem alríkisstarfsmenn, saklaust fólk að vinna sína vinnu, er sett í hættu,“ segir Combs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira