Íbúar í Skerjafirði ósáttir við að yngstu nemendur ferðist með strætó Sighvatur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 20:00 Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“ Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á skólaakstri við Melaskóla mælast illa fyrir hjá íbúum í Skerjafirði. Þeir óttast að öryggi barnanna verði minna en áður og vísa til þess að skólaakstur var tekinn upp eftir banaslys. Reykjavíkurborg hyggst spara sextán milljónir króna með því að hætta skólaakstri við þrjá af grunnskólum borgarinnar. Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt tillögu um breytingar á skólaakstri og vísað henni til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni eiga nemendur sem búa lengra en einum og hálfum kílómetra frá skóla kost á ókeypis strætókortum. Hætt verður við akstur með skólarútum við þrjá skóla: Melaskóla, Hlíðaskóla og Kelduskóla. Markmiðið með breytingunum er sagt vera að auka jafnræði, að sömu reglur gildi fyrir alla nemendur. Einnig er þetta gert til að bæta aðgengi yngstu kynslóðarinnar að almenningssamgöngum.Helgi Grímsson, sviðsstjóri Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.„Víða var stofnað til þessa aksturs við aðrar aðstæður og forsendur. Umferðin hefur breyst og umferðaröryggi aukist mikið víða með aðgerðum sem borgin hefur gripið til varðandi gönguljós, undirgöng og annað slíkt. Við viljum að öll börnin í borginni búi við sambærilegar aðstæður þannig að fjármunir og annað slíkt í borginni nýtist sem allra best,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Foreldrum barna í Melaskóla gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við skólaráð Melaskóla á fundi á morgun. Í framhaldi verður farið yfir málið í ljósi umsagna. Þó liggur fyrir að skólaakstur verður áfram fyrir yngstu nemendurna við Hlíðaskóla og Melaskóla til áramóta.Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði.Vísir/baldurÍbúar horfa til banaslyss sem varð fyrir tæpum þrjátíu árum þegar stúlka á leið úr strætisvagni á Suðurgötu varð fyrir bíl. „Og þótt að strætóbílstjórinn sæi þetta var hann fastur í sínu boxi og lítið annað að gera en að leggjast á flautuna. Og því miður varð þetta dauðaslys,“ segir Ásdís Elva Pétursdóttir, íbúi í Skerjafirði. Fulltrúar skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og Strætó hittast á fundi í næstu viku til að ræða hvort gera megi hugsanlegar breytingar á leiðakerfi Strætó samfara þessari nýju útfærslu á skólaakstri. „Skólabíll keyrir bara frá A til B. Hann er stopp þegar hann er komin við skólann, hann fer ekkert lengra og krakkarnir fara bara út. Strætó heldur bara áfram og það þarf einhver starfsmaður að vera ábyrgur fyrir því,“ segir Ásdís. „Ég sé ekki alveg hvernig þetta á að halda utan um það sem við höfum úr skólabílnum, sem sagt öryggi frá A til B.“
Börn og uppeldi Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Strætó Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira