
Norðurlandameistarar í dýraníði?
En það er eitt að hafa stefnu og annað að standa við hana, og, því miður hafa Vinstri grænir ekki staðið við neitt af því, sem ofangreind stefna markar. Þessi gleði varð því skammvinn og endaslepp, og minnist undirritaður vart annarra eins vanefnda og hjá VG í þessum málaflokki. Vinstri grænir höfðu skýra stefnu í hvalveiðimálum fyrir kosningar. Á flokksþingi 2015 var samþykkt, að stefna skyldi einarðlega að stöðvun hvalveiða.
Því miður fór þetta samt svo, að á þessu herrans ári hefur sjávarútvegsráðherra – auðvitað með fulltingi forsætisráðherra og ríkisstjórnar allrar, ekki fer hann einn með stærri stjórnunarmál – slegið öll met í setningu reglugerðar til hvalveiða; veiða má 2.130 langreyðar og hrefnur 2019-2023. Skammarlegt met það fyrir VG. Og nú virðist umhverfisráðherra VG, undir stjórnarforystu VG, vera að slá enn eitt metið; Norðurlandamet í illri meðferð hreindýra.
1. ágúst máttu hreindýraveiðimenn byrja að drepa hreindýrskýr, í byrjun frá 2ja mánaða gömlum kálfum þeirra, allt að 1.043 kýr, en kálfarnir fæðast í seinni hluta maí, og eru því kálfaskinnin rétt farin að standa vel í fæturna, þegar farið er að drepa þá frá fullmjólkandi mæðrum þeirra.
Ef bæði lifa, drekkur kálfur minnst í 5-6 mánuði og fylgir móður sinni fram á næsta vor. Ákvörðun um, hvenær dráp á hreindýrskúm megi hefjast, er í höndum umhverfisráðherra, en honum til ráðgjafar standa Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands. Það ótrúlega við þetta kerfi er þó það, að greiðslur fyrir veiðileyfi, sem nema hvorki meira né minna en 150 milljónum króna á ári, renna til Umhverfisstofnunar, sem heldur um helmingi fjárins, og svo að nokkrum hluta til Náttúrustofu Austurlands.
Þurfa þessar stofnanir því á mestum mögulegum veiðum og lengstum mögulegum veiðitíma að halda til að tryggja fjárhagslega afkomu sína.
Þetta veiðkerfi, sem einhver skynlítill og ógæfulegur ráðherra kom á og aðrir svipaðir viðhéldu – væntanlega með dyggum stuðningi veiðimanna, en hjá þeim virðist fátt gilda, nema að drepa sem fyrst og mest af þessum saklausu, tignarlegu og varnarlausu dýrum, veiðigleði sinni og drápsfýsn til fullnægingar – þýðir því í reynd, að þeir menn og þær stofnanir, sem eiga að gæta verndar og velferðar dýranna, þurfa að standa að sem umfangsmestu drápi þeirra til að tryggja eigin fjárhagsafkomu.
Ef hægt er að tala um snillinga í heimsku eða ljótum leik, þá á það við um höfunda þessa kerfis. Því miður fyrirfinnast veiðifíklar í öðrum löndum líka, og mætti kannske ætla, að þetta veiðilið, t.a.m. á Norðurlöndunum, sé ekkert skárra en veiðifíklar hér.
Í Noregi má þó ekki byrja að drepa hreindýrskýr fyrr en 20. ágúst, og stendur veiðitími hreindýra þar aðeins til 10. september. „Árásartíminn“ á saklaus og varnarlaus dýrin, með því hræðilega álagi, ofsahræðslu og öngþveiti, sem honum fylgir, stendur því „aðeins“ í 21 dag.
Þar sem kálfar fæðast nokkru fyrr í Noregi en hér – það vorar þar fyrr – eru þeir því a.m.k. 3ja mánaða, þegar dráp mæðra þeirra hefst. Höfum við, í Jarðarvinum, lagt hart að umhverfisráðherra, að hann fylgi a.m.k. þessu fordæmi Norðmanna, en, því miður, höfum við talað fyrir daufum eyrum.
Hér eru yngstu kálfar sem sagt 2ja mánaða, og ekki nóg með það, heldur er farið að drepa feður þeirra hér 15. júlí, þegar yngstu kálfar eru rétt 6 vikna, en auðvitað fara skotárásir á tarfa ekki fram hjá öðrum dýrum í hópnum – kálfum jafnt og sem kúm – með þeirri skelfingu, sem þeim fylgir. Hér halda hreindýraveiðar síðan áfram til 20. september, og stendur því haustveiðitími í 67 daga.
Elgir eru líka af hjartarætt. Elgskálfar fæðast á sama tíma í Svíþjóð og hreindýrskálfar í Noregi; um miðjan maí. Elgsveiðar hefjast þó ekki þar fyrr en 3. september, þegar yngstu kálfar eru minnst 3,5 mánaða, og standa til 25. september, í 22 daga. Dádýr eru líka náskyld hreindýrum. Í Svíþjóð fæðast kálfar líka um miðjan maí. Dádýrskýr má hins vegar ekki fara að veiða þar fyrr en 1. október; þegar yngstu kálfar eru um 4,5 mánaða.
Allir, sem eitthvað þekkja til spendýra, vita, að það er mikill munur á burðum 2ja mánaða og 3-4 mánaða ungviðis. Tekur ungviðið miklum framförum 3ja og 4ða mánuðinn, og styrkist til muna. Má merkja þetta t.a.m. á hvolpum, kálfum og folöldum. Þetta virða Norðmenn og Svíar, enda gildir hjá þeim veiðisiðfræði, sem hér virðist óþekkt, og telst það í góðu lagi, að setja 2ja mánaða hreindýrskálfa út á Guð og gaddinn.
Hvar er gott hjartalag okkar Íslendinga gagnvart dýrum og öðrum lífverum eiginlega komið?
Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina
Skoðun

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar