Sýndu stuðning í verki - vertu Regnbogavinur! Daníel E. Arnarsson skrifar 16. ágúst 2019 16:04 Nú standa Hinsegin dagar yfir og fagnar hátíðin tuttugu ára afmæli í ár. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1999 í fámenni á Ingólfstorgi og ári síðar fór fyrsta gleðigangan niður Laugarveg, en í dag er þessi hátíð stærsta og fjölmennasta hátíð landsins. Hinsegin dagar hafa engan launaðan starfsmann og er öll hátíðin drifin áfram af sjálfboðaliðum, en það virðist vera ákveðið leiðarstef þegar kemur að baráttu hinsegin fólks að öll vinna sé unnin ókeypis eða fyrir nánast ekkert. Samtökin ’78 voru stofnuð árið 1978 og eru því orðin 41 árs. Samtökin starfa allt árið um kring og eru markmið þeirra og stefna enn þau sömu og við stofnun, að hinsegin fólk njóti fullra félagslegra og lagalegra réttinda og sé sýnilegt í íslensku samfélagi. Samtökin ’78 hafa verið rekin af sjálfboðaliðum nær alla tíð og opinberu fé var ekki að skipta fyrr en fyrir um áratug. Af þessum sökum var lítið svigrúm til þeirra uppbyggingar sem nauðsynleg er félaga- og mannréttindasamtökum á borð við Samtökin ’78. Í dag eru starfsmenn Samtakanna þrír auk sjö ráðgjafa í verktakavinnu. Í samvinnu við Reykjarvíkurborg reka Samtökin einnig félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Þó margt hafi áunnist á undanförnum áratug eru enn mörg verkefni sem vinna þarf í sjálfboðavinnu. Það sem fjármagnað er að hluta með samningum er ráðgjöf til hinsegin fólks, fræðsla til skóla og opinberra stofnanna og hluti starfs félagsmiðstöðvarinnar. Það sem Samtökin þurfa sjálf að fjármagna eru mörg og mikilvæg verkefni, og í raun mun fleiri en samtökin geta nú sinnt. Þau verkefni sem eru vanfjármögnuð eða aðeins fjármögnuð að litlum hluta eru ærin og mörg. Þar má nefna þróun hinsegin vinnustaðastuðuls fyrir fyrirtæki, fræðslustarfsemi innan lögreglunnar, ráðgjöf til hinsegin fólks sem leitar að alþjóðlegri vernd, útgáfa fræðsluefnis og myndefnis, þýðingar á erlendu efni, ráðgjöf í ættleiðingarmálum, lögfræðiráðgjöf, þróun alþjóðastefnu, fjölgun ráðgjafahópa og kynheilbrigðismál. Við viljum efla rannsóknir á stöðu hinsegin fólks, efla listir og menningu hinsegin fólks, skrá og gefa út sögu Samtakanna og hinsegin fólks á Íslandi, styrkja alþjóðastarf og þá sérstaklega við norðurlöndin. Auk alls þessa er allt viðhald húsnæðis og rekstur þess, rekstur félagsheimilis, og fleira, og fleira. Verkefni Samtakanna eru fjölbreytt og oft viðkvæm, því þarf að standa rétt og faglega að verki svo Samtökin geti fjárfest til framtíðar. Það fé sem kemur inn frá hinu opinbera eru bara dropi í hinsegin hafið. Í þessari viku opnuðu Samtökin fyrir skráningar Regnbogavina. Regnbogavinir eru þau sem skrá sig sem mánaðarlegir styrktaraðilar og styrkja þannig Samtökin allt árið um kring. Það er félagasamtökum eins og Samtökunum ‘78 mikilvægt að vera fjárhagslega sjálfstæð og að þurfa ekki einungis að reiða sig á opinbert fé sem bundið er í þjónustusamninga. Það hefur aldrei verið jafneinfalt að styrkja starf Samtakanna ‘78. Allar upplýsingar má finna á forsíðu www.samtokin78.isSýndu stuðning í verki. Vertu Regnbogavinur.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nú standa Hinsegin dagar yfir og fagnar hátíðin tuttugu ára afmæli í ár. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1999 í fámenni á Ingólfstorgi og ári síðar fór fyrsta gleðigangan niður Laugarveg, en í dag er þessi hátíð stærsta og fjölmennasta hátíð landsins. Hinsegin dagar hafa engan launaðan starfsmann og er öll hátíðin drifin áfram af sjálfboðaliðum, en það virðist vera ákveðið leiðarstef þegar kemur að baráttu hinsegin fólks að öll vinna sé unnin ókeypis eða fyrir nánast ekkert. Samtökin ’78 voru stofnuð árið 1978 og eru því orðin 41 árs. Samtökin starfa allt árið um kring og eru markmið þeirra og stefna enn þau sömu og við stofnun, að hinsegin fólk njóti fullra félagslegra og lagalegra réttinda og sé sýnilegt í íslensku samfélagi. Samtökin ’78 hafa verið rekin af sjálfboðaliðum nær alla tíð og opinberu fé var ekki að skipta fyrr en fyrir um áratug. Af þessum sökum var lítið svigrúm til þeirra uppbyggingar sem nauðsynleg er félaga- og mannréttindasamtökum á borð við Samtökin ’78. Í dag eru starfsmenn Samtakanna þrír auk sjö ráðgjafa í verktakavinnu. Í samvinnu við Reykjarvíkurborg reka Samtökin einnig félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Þó margt hafi áunnist á undanförnum áratug eru enn mörg verkefni sem vinna þarf í sjálfboðavinnu. Það sem fjármagnað er að hluta með samningum er ráðgjöf til hinsegin fólks, fræðsla til skóla og opinberra stofnanna og hluti starfs félagsmiðstöðvarinnar. Það sem Samtökin þurfa sjálf að fjármagna eru mörg og mikilvæg verkefni, og í raun mun fleiri en samtökin geta nú sinnt. Þau verkefni sem eru vanfjármögnuð eða aðeins fjármögnuð að litlum hluta eru ærin og mörg. Þar má nefna þróun hinsegin vinnustaðastuðuls fyrir fyrirtæki, fræðslustarfsemi innan lögreglunnar, ráðgjöf til hinsegin fólks sem leitar að alþjóðlegri vernd, útgáfa fræðsluefnis og myndefnis, þýðingar á erlendu efni, ráðgjöf í ættleiðingarmálum, lögfræðiráðgjöf, þróun alþjóðastefnu, fjölgun ráðgjafahópa og kynheilbrigðismál. Við viljum efla rannsóknir á stöðu hinsegin fólks, efla listir og menningu hinsegin fólks, skrá og gefa út sögu Samtakanna og hinsegin fólks á Íslandi, styrkja alþjóðastarf og þá sérstaklega við norðurlöndin. Auk alls þessa er allt viðhald húsnæðis og rekstur þess, rekstur félagsheimilis, og fleira, og fleira. Verkefni Samtakanna eru fjölbreytt og oft viðkvæm, því þarf að standa rétt og faglega að verki svo Samtökin geti fjárfest til framtíðar. Það fé sem kemur inn frá hinu opinbera eru bara dropi í hinsegin hafið. Í þessari viku opnuðu Samtökin fyrir skráningar Regnbogavina. Regnbogavinir eru þau sem skrá sig sem mánaðarlegir styrktaraðilar og styrkja þannig Samtökin allt árið um kring. Það er félagasamtökum eins og Samtökunum ‘78 mikilvægt að vera fjárhagslega sjálfstæð og að þurfa ekki einungis að reiða sig á opinbert fé sem bundið er í þjónustusamninga. Það hefur aldrei verið jafneinfalt að styrkja starf Samtakanna ‘78. Allar upplýsingar má finna á forsíðu www.samtokin78.isSýndu stuðning í verki. Vertu Regnbogavinur.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar