Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2019 20:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra ætlar ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum Mynd/Skjáskot Utanríkisráðherra hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum. Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins þann fjórða september. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur greint frá því að á fundinum verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli, þar sem hann dregur í efa að fyrst og fremst verði efnahags- og viðskiptamál rædd. „Aldrei mun ég koma fram með tæmandi lista yfir hvað ég ætla að ræða þegar ég hitti fulltrúa erlendra ríkja. Hann þarf ekkert að draga það í efa. Undirbúningur hefur verið lengi hvað þessa hluti varðar, meðal annars með aðkomu íslenskra og bandarískra fyrirtækja þannig það mun ekki fara fram hjá neinum. En auðvitað munum við ræða ef það verður tækifæri til margt fleira hvort sem það eru öryggis- og varnarmál sem við ræðum alltaf eða norðurskautsmál eða mannréttindamál eða hvað eina og það er enginn tæmandi listi í því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þingið, utanríkismálanefnd á að vera með í ráðum þegar kemur að meiriháttar málum á sviði utanríkismála og það er alveg sjálfsagt já að hann segi rétt og greinilega frá hvað fer fram á fundinum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er bara sjálfsagt eins og ég hef gert fram til þess að ræða við utanríkismálanefnd um einstaka þætti utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei staðið á mér hvað það varðar og ég held að enginn geti haldið því fram að upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar hafi ekki verið góð,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Utanríkisráðherra hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna. Hann segist þó ekki ætla að greina í smáatriðum frá þeim málefnum sem rædd verða á fundinum. Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins þann fjórða september. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur greint frá því að á fundinum verði fyrst og fremst rætt um efnahags- og viðskiptamál. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hann vill að utanríkisráðherra greini frá því hvað muni fara fram þeirra á milli, þar sem hann dregur í efa að fyrst og fremst verði efnahags- og viðskiptamál rædd. „Aldrei mun ég koma fram með tæmandi lista yfir hvað ég ætla að ræða þegar ég hitti fulltrúa erlendra ríkja. Hann þarf ekkert að draga það í efa. Undirbúningur hefur verið lengi hvað þessa hluti varðar, meðal annars með aðkomu íslenskra og bandarískra fyrirtækja þannig það mun ekki fara fram hjá neinum. En auðvitað munum við ræða ef það verður tækifæri til margt fleira hvort sem það eru öryggis- og varnarmál sem við ræðum alltaf eða norðurskautsmál eða mannréttindamál eða hvað eina og það er enginn tæmandi listi í því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þingið, utanríkismálanefnd á að vera með í ráðum þegar kemur að meiriháttar málum á sviði utanríkismála og það er alveg sjálfsagt já að hann segi rétt og greinilega frá hvað fer fram á fundinum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er bara sjálfsagt eins og ég hef gert fram til þess að ræða við utanríkismálanefnd um einstaka þætti utanríkisstefnunnar og það hefur aldrei staðið á mér hvað það varðar og ég held að enginn geti haldið því fram að upplýsingagjöf til utanríkismálanefndar hafi ekki verið góð,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45
Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30