Corbyn hvetur Katrínu til að lýsa yfir neyðarástandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 10:45 Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn funduðu saman í Lundúnum í apríl síðastliðnum. Getty/Jack Taylor Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019 Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019
Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46