Corbyn hvetur Katrínu til að lýsa yfir neyðarástandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 10:45 Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn funduðu saman í Lundúnum í apríl síðastliðnum. Getty/Jack Taylor Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019 Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hvetur Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til dáða í loftslagsmálum. Í bréfi sem hann ritaði Katrínu í gær lýsir hann yfir stuðningi við framgöngu íslenska forsætisráðherrans í þessum málaflokki, segir hana í raun vera í leiðtogahlutverki. Í bréfi sínu minnist Corbyn á baráttu Katrínar fyrir því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, sem hann styður heilshugar. Hún ætli sér jafnvel að berjast fyrir því á fundi norrænu forsætisráðherranna sem hefst á morgun. Ekki er ljóst til hvers Corbyn vísar þar, enda hefur Katrín ekki talað opinberlega fyrir slíkri yfirlýsingu.Sjá einnig: Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Þannig sagði hún í samtali við Ríkisútvarpið í gærkvöld að þrátt fyrir að ríkisstjórn hennar hefði ekki útilokað slíka yfirlýsingu sé mikilvægara, að hennar mati, að horfast í augu við þá neyð sem uppi er vegna loftslagsbreytinga og grípa til aðgerða. „Því það dugir ekki bara að koma með yfirlýsingar, við þurfum líka að sjá raunverulegar aðgerðir.“ Bretar hafa lýst yfir slíku neyðarásandi, að frumkvæði fyrrnefnds Jeremy Corbyn. Hann heitir því að vinna náið með öllum þeim ríkjum sem vilja bregðast við loftslagsbreytingum og nefnir Ísland og hvarf jökulsins Ok í því samhengi. „Ég veit að þú ert sama sinnis og það er ábyrgð okkar allra að horfast í augu við það að loftslagsbreytingar eru alþjóðleg neyð og ýta undir skjót og réttmæt umskipti yfir í kolefnishlutlaust hagkerfi,“ skrifar Corbyn í bréfinu sem sjá má hér að neðan.I've written to the Icelandic PM Katrín Jakobsdóttir to offer my support for her efforts to win backing for a declaration of a climate emergency, including at next week's Nordic Council meeting.We have the chance to act before it's too late. It's our historic duty to take it. pic.twitter.com/dn9MNmt60t— Jeremy Corbyn (@jeremycorbyn) August 19, 2019
Alþingi Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30 „Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Skora á forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Forsvarsmenn nokkurra umhverfisverndar- og nemendafélaga skora á Katrínu Jakobsdóttir að fylgja í fótspor breska þingsins. 17. ágúst 2019 11:30
„Við erum löngu orðin of sein að bregðast við“ Jöklasérfræðingur segir þegar ljóst að loftslagsbreytingar hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir allt mannkyn. 18. ágúst 2019 19:46