Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 08:02 Fólk var harmi slegið eftir árásina. Vísir/EPA Tuttugu féllu og tuttugu og sex særðust í skotárás í stórmarkaðinum Walmart í borginni El Paso í Texas-ríki Bandaríkjanna í gær. Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir þessa árás hafa verið þá mannskæðustu í sögu ríkisins. 21 árs karlmaður er í haldi en lögreglan sagði hann vera íbúa Allen-borgar nærri Dallas sem er um þúsund kílómetra austur af El Paso. Fjölmiðlar vestanhafs segja árásarmanninn heita Patrick Crusius. Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter að þessi árás væri verk heiguls. Hann sagði enga ástæðu eða afsökun geta réttlæt dráp á saklausu fólki.Today's shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today's hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 El Paso er nokkrum kílómetrum frá landamærum Mexíkó en forseti landsins segir þrjá Mexíkóa hafa verið á meðal þeirra sem voru myrtir. Árásin átti sér stað tæpri viku frá því unglingur skaut þrjá til bana á matarhátíð í Kaliforníu. Skotárásin í Texas er sú áttunda mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Lögreglan og alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú hvort að nafnlaus stefnuyfirlýsing þjóðernissinna, sem birt var á netspjalli, hafi verið skrifuð af árásarmanninum. Í stefnuyfirlýsingunni er rætt um árás á spænskt samfélag. Lögreglustjórinn í El Paso, Greg Allen, sagði tilkynningu um skotárás hafa borist lögreglu rétt fyrir klukkan ellefu að staðartíma í gær. Voru viðbragðsaðilar mættir á vettvang sex mínútum síðar.Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APFjöldi var mættur í Walmart-verslunina til að kaupa varning tengdan námi enda skólahald að hefjast á næstunni. Karlmaðurinn ungi er sá eini sem er í haldi en lögreglan segist ekki hafa þurft að hleypa af skotvopnum sínum vettvangi. Fjölmiðlar hafa rætt við Kiönnu Long sem var í Walmart ásamt eiginmanni sínum þegar þau heyrðu skothljóð. „Fólk var ofsahrætt og hljóp um öskrandi að það væri árásarmaður í versluninni. Long sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu hlaupið inn á lager þar sem þau földu sig ásamt öðrum viðskiptavinum. Glendon Oakly sagði við CNN að hann hefði verið í íþróttavöruverslun í nálægum verslunarkjarna þegar barn kom hlaupandi inn og sagði tilræðismann vera í Walmart. Oakly sagði engan hafa tekið orðum barnsins alvarlega en nokkrum mínútum síðar heyrði hann skothvelli. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Tuttugu féllu og tuttugu og sex særðust í skotárás í stórmarkaðinum Walmart í borginni El Paso í Texas-ríki Bandaríkjanna í gær. Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir þessa árás hafa verið þá mannskæðustu í sögu ríkisins. 21 árs karlmaður er í haldi en lögreglan sagði hann vera íbúa Allen-borgar nærri Dallas sem er um þúsund kílómetra austur af El Paso. Fjölmiðlar vestanhafs segja árásarmanninn heita Patrick Crusius. Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter að þessi árás væri verk heiguls. Hann sagði enga ástæðu eða afsökun geta réttlæt dráp á saklausu fólki.Today's shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today's hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 El Paso er nokkrum kílómetrum frá landamærum Mexíkó en forseti landsins segir þrjá Mexíkóa hafa verið á meðal þeirra sem voru myrtir. Árásin átti sér stað tæpri viku frá því unglingur skaut þrjá til bana á matarhátíð í Kaliforníu. Skotárásin í Texas er sú áttunda mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Lögreglan og alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú hvort að nafnlaus stefnuyfirlýsing þjóðernissinna, sem birt var á netspjalli, hafi verið skrifuð af árásarmanninum. Í stefnuyfirlýsingunni er rætt um árás á spænskt samfélag. Lögreglustjórinn í El Paso, Greg Allen, sagði tilkynningu um skotárás hafa borist lögreglu rétt fyrir klukkan ellefu að staðartíma í gær. Voru viðbragðsaðilar mættir á vettvang sex mínútum síðar.Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APFjöldi var mættur í Walmart-verslunina til að kaupa varning tengdan námi enda skólahald að hefjast á næstunni. Karlmaðurinn ungi er sá eini sem er í haldi en lögreglan segist ekki hafa þurft að hleypa af skotvopnum sínum vettvangi. Fjölmiðlar hafa rætt við Kiönnu Long sem var í Walmart ásamt eiginmanni sínum þegar þau heyrðu skothljóð. „Fólk var ofsahrætt og hljóp um öskrandi að það væri árásarmaður í versluninni. Long sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu hlaupið inn á lager þar sem þau földu sig ásamt öðrum viðskiptavinum. Glendon Oakly sagði við CNN að hann hefði verið í íþróttavöruverslun í nálægum verslunarkjarna þegar barn kom hlaupandi inn og sagði tilræðismann vera í Walmart. Oakly sagði engan hafa tekið orðum barnsins alvarlega en nokkrum mínútum síðar heyrði hann skothvelli.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira