Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, er axlarbrotinn eftir fall a heimili sínu í Louisville í Kentucky-ríki í gær. Þingmaður datt á palli fyrir utan húsið sem endaði með þessum ósköpum. CNN greinir frá.
„McConnell hrasaði heima hjá sér á pallinum og axlarbrotnaði,“ segir David Popp, samskiptastjóri McConnell í yfirlýsingu. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann komst undir læknishendur en hefur nú verið útskrifaður og vinnur heiman frá sér í Louisville. Þingmaðurinn er 77 ára gamall.
Um helgina kölluðu demókratar í öldungadeild eftir því að McConnell myndi kalla saman þing til þess að afgreiða hertari skotvopnalöggjöf í landinu í kjölfar tveggja skotárása um helgina þar sem alls 29 létust.
Í yfirlýsingu frá þingmanninum kom fram að þingmennirnir hefðu rætt þessa „óskiljanlegu hörmungar helgarinnar“ og sendi samúðarkveðjur til aðstandenda fórnarlambanna.
McConnell vinnur heiman frá sér eftir axlarbrot

Tengdar fréttir

Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu
Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær.

Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki
Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil.

Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum
Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn.

Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda
"Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt.