Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2019 14:55 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. Báðir árásarmennirnir voru ungir, hvítir karlmenn og hafði annar þeirra sent frá sér stefnuyfirlýsingu þar sem hann fjallaði um „innrás“ fólks frá rómönsku Ameríku og vildi „verja Bandaríkin“. Trump sagði á blaðamannafundi í dag að það þyrfti að bregðast fyrr við ef einstaklingar þættu líklegir til þess að fremja slík voðaverk. Hann sagðist meðal annars ætla í samstarf með samfélagsmiðlum til þess að koma auga á líklega árásarmenn og stöðva þá af áður en þeir létu til skarar skríða. „Á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá árásinni í Columbine hefur okkar þjóð fylgst með hverri skotárásinni á fætur annarri með auknum ótta, aftur og aftur, áratug eftir áratug. Við getum ekki leyft okkur að líða eins og við séum vanmáttug. Við getum, og við munum, stöðva illa farald. Við verðum að heiðra minningu þeirra sem við höfum misst með því standa saman sem eitt,“ sagði Trump í ræðu sinni. Hann sagði sárin aldrei gróa ef þjóðin væri sundruð. Hann sagði mikilvægt að þjóðin myndi hætta að upphefja ofbeldi og nefndi þar sérstaklega tölvuleiki. Það væri of auðvelt fyrir ungt fólk í dag að komast í tæri við umhverfi þar sem ofbeldi væri allsráðandi. Þá þyrfti að bæta eftirlit með andlega veikum til þess að bregðast við í tæka tíð og veita nauðsynlega hjálp. Vill sjá dauðarefsingu „hratt og örugglega“ Trump hefur áður sagt að ekkert geti réttlætt dráp á saklausu fólki eftir skotárásina í Texas um helgina. Á blaðamannafundinum í dag sagðist hann ætla að leita til dómsmálaráðuneytisins og fara fram á að þeir sem fremji slík voðaverk eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. „Ég vil leggja til löggjöf sem tryggir að þeir sem fremja hatursglæpi og fjöldamorð eigi yfir höfði sér dauðarefsingu og að þessi refsing verði framkvæmd hratt og örugglega án þess að það líði ár og endalausar tafir verði á.“ Hann sagði afrek sín á sviði skotvopnalöggjafar vera stór í forsetatíð sinni en það þyrfti að gera betur. Þjóðin þyrfti að finna hugrekki til þess að svara hatri með einingu og ást og sagðist ekki vera í neinum vafa um það að þjóðin myndi „sigra“. „Valið er okkar og aðeins okkar, það er ekki undir andlega veikum skrímslum komið heldur okkur. Ef okkur tekst að samþykkja lög, eftir öll þessi ár, munum við tryggja að þeir sem hafa orðið fyrir árásum dóu ekki til einskis,“ sagði forsetinn áður en hann bað guð um að geyma fórnarlömb skotárása og ástvini þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. 4. ágúst 2019 23:43
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“