Lífið

Daniel Radcliffe hefur engan áhuga á að leika í endurgerðum

Andri Eysteinsson skrifar
Daniel Radcliffe er orðinn þrítugur.
Daniel Radcliffe er orðinn þrítugur. Getty/Jim Spellman
„Ég myndi ekki vilja sjá uppáhalds myndirnar mínar endurgerðar og ég myndi alls ekki vilja leika í endurgerðum þeirra,“ segir breski leikarinn Daniel Radcliffe í viðtalið við Yahoo!.

Mikið hefur borið á endurgerðum í Hollywood og má þar nefna myndir á borð við hina væntanlegu Charlies Angels sem er endurgerð á mynd frá árinu 2000, áætlað er að endurgera hina klassísku Al Pacino mynd Scarface, endurgerð Jean Claude Van Damme myndarinnar Bloodsport er þá líka á teikniborðinu líkt og tugir eldri mynda.

Radcliffe, sem gerði að sjálfsögðu garðinn frægan ásamt Emmu Watson og Rupert Grint í Harry Potter myndunum hefur því ekki áhuga á slíkum endurgerðum en leikarinn hefur að mestu unnið að minni, sjálfstæðum myndum frá því að Harry Potter ævintýrið kláraðist.

Radcliffe sem er orðinn 30 ára gamall segir að listræn vinna við stórmyndir á borð við Harry Potter eða Marvel heiminn sé oft vanmetin.

„Ég held það megi hugsa betur til kvikmynda sem vita hvað þær eru og eru ekki að reyna að vera stórkostleg listaverk,“ sagði Radcliffe sem þessa stundina er á kynningarferðalagi fyrir nýjustu mynd sína Playmobil: The Movie þar sem hann ljáir hlutverki Rex Dasher rödd sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×