Lífið

Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíu­leikunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hudson Williams og Connor Storrie fara með aðalhlutverk í þáttunum Heated Rivalry.
Hudson Williams og Connor Storrie fara með aðalhlutverk í þáttunum Heated Rivalry. Getty

Aðalleikarar geysivinsælu þáttanna Heated Rivalry hafa verið valdir sem formlegir kyndilberar Vetrarólympíuleikanna sem hefjast í febrúar. 

Hudson Williams og Connor Storrie fara með aðalhlutverk í þáttunum sem fjalla um atvinnumenn í íshokkí, sem eru í sitthvoru liðinu og verða síðan ástfangnir. Fyrsta þáttaröðin kom út nýlega og hafa þeir notið gífurlegra vinsælda bæði hérlendis og ytra.

HBO hefur staðfest að önnur sería verði gerð um íshokkíkappana en þættirnir eru byggðir á bókinni Game Changers eftir Rachel Reid.

Í tilkynningu frá HBO segir að Williams og Storrie hafi verið valdir sem kyndilberar Vetrarólympíuleikanna í Mílanó og Cortina sem hefjast 6. febrúar næstkomandi. Kveikt var í kyndlinum þann 26. nóvember 2025 í Ólympíu í Grikklandi. Hann er til sýnis á alls sextíu stöðum áður en formleg opnunarathöfn leikanna fer fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.