Lífið

Fagna tíu ár af ást

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Harry og Meghan hafa núna verið par í tíu ár.
Harry og Meghan hafa núna verið par í tíu ár. Anwar Hussein/WireImage

Heimsfræga og stundum umdeilda ofurparið Meghan Markle og Harry Bretaprins fagna tíu árum af ást í ár. Þegar þau felldu hugi saman átti bókstaflega allt eftir að breytast í lífi þeirra en ástin virðist blómstra sem aldrei fyrr.

Meghan var þekkt leikkona áður en hún kynntist Harry sínum og fór meðal annars með eitt aðalhlutverka í lögfræðidramanu Suits. 

Harry fjarlægði sig frá fjölskyldu sinni, bresku konungsfjölskyldunni, fyrir nokkrum árum og hefur Meghan opinskátt rætt um eitruð samskipti sín við þau. Þrátt fyrir það eru hjúin titluð hertogi og hertogaynja af Sussex. 

Hjónin, sem giftu sig 19. maí 2018, fluttu saman til Los Angeles í sólríku Kaliforníu árið 2020 þegar þau sögðu skilið við skildur sínar hjá bresku krúnunni. 

Þá hafa þau gefið út raunveruleikaþætti hjá risanum Netflix og hika ekki við að ræða á opinn máta um hlutina, sérstaklega Harry sem gaf út ævisöguna Spare þar sem hann sparar ekki hráar og mjög prívat frásagnir. 

Meghan birti einlæga færslu á Instagram af þessum fallegu tímamótum parins þar sem hún skrifar: „Þegar þú upplifir 2026 alveg eins og 2016. Þú þurftir að vera þarna. Myndefnið tók dóttir okkar,“ við myndband af henni og Harry dansa saman í grasinu og kyssast. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.