Nýi talsmaður kjötinnflytjenda Ólafur Stephensen skrifar 9. ágúst 2019 11:10 Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur. Sigmar sagði að flutt væru inn 12% neyzlu af kjúklinga- og svínakjöti. Það er reyndar ekki rétt tala; á síðasta ári voru flutt inn um 16% heildarneyzlu á alifuglakjöti og 18% af neyzlu svínakjöts. En hvað um það; Sigmar sagði að með þessum innflutningi væri í fyrsta lagi komið í veg fyrir að bændur gætu fjárfest í sínum rekstri. Í öðru lagi væri skrýtið að vera að flytja inn mat í sömu gæðaflokkum og við gætum framleitt sjálf. Í þriðja lagi sagði Sigmar að það að innlend framleiðsla væri til staðar, héldi uppi gæðum innflutnings – menn kæmust þá ekki upp með að flytja inn lélega vöru. Það er reyndar í mótsögn við röksemdina á undan, en það var ekki út úr karakter í þessu viðtali. Í fjórða lagi sagði Sigmar að takmörkun innflutnings væri heilbrigðismál; innflutta kjötinu gætu fylgt fjölónæmar bakteríur. Eitt mikilvægt atriði gleymdist í viðtalinu. Það eru íslenzkir bændur, verksmiðjubú og afurðastöðvar, sem standa fyrir meiripartinum af öllum innflutningi alifugla- og svínakjöts á tollkvótum samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins, sem Sigmar var einmitt svo gagnrýninn á í viðtalinu. Margir þeirra eru félagsmenn í búgreinafélögunum sem standa að FESK. Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og fisks (Ali) flytur þannig inn tæplega 600 tonn af svína- og alifuglakjöti á ESB-tollkvóta á þessu ári og er einn umsvifamesti kjötinnflytjandi landsins. Kjúklingaframleiðandinn Reykjagarður, dótturfélag Sláturfélags Suðurlands, flytur inn 90 tonn. Stjörnugrís, stærsti svínaræktandi landsins, sem er jafnframt eigandi Stjörnueggja, flytur inn 60 tonn af sömu kjöttegundum. Samtals flytja íslenzkir svína- og kjúklingakjötsframleiðendur inn rúmlega 87% ESB-tollkvótans fyrir svínakjöt á árinu 2019 og tæplega 45% tollkvótans fyrir alifuglakjöt. Hefði nýi talsmaðurinn ekki þurft að lesa sér betur til áður en hann réðist svona beint á eigin félagsmenn og þeirra óábyrga innflutning?Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, nýráðinn talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda, var í dálítið kostulegu viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Viðtalið gekk út á það hvað innflutningur á svína- og alifuglakjöti væri varasamur. Sigmar sagði að flutt væru inn 12% neyzlu af kjúklinga- og svínakjöti. Það er reyndar ekki rétt tala; á síðasta ári voru flutt inn um 16% heildarneyzlu á alifuglakjöti og 18% af neyzlu svínakjöts. En hvað um það; Sigmar sagði að með þessum innflutningi væri í fyrsta lagi komið í veg fyrir að bændur gætu fjárfest í sínum rekstri. Í öðru lagi væri skrýtið að vera að flytja inn mat í sömu gæðaflokkum og við gætum framleitt sjálf. Í þriðja lagi sagði Sigmar að það að innlend framleiðsla væri til staðar, héldi uppi gæðum innflutnings – menn kæmust þá ekki upp með að flytja inn lélega vöru. Það er reyndar í mótsögn við röksemdina á undan, en það var ekki út úr karakter í þessu viðtali. Í fjórða lagi sagði Sigmar að takmörkun innflutnings væri heilbrigðismál; innflutta kjötinu gætu fylgt fjölónæmar bakteríur. Eitt mikilvægt atriði gleymdist í viðtalinu. Það eru íslenzkir bændur, verksmiðjubú og afurðastöðvar, sem standa fyrir meiripartinum af öllum innflutningi alifugla- og svínakjöts á tollkvótum samkvæmt samningi Íslands og Evrópusambandsins, sem Sigmar var einmitt svo gagnrýninn á í viðtalinu. Margir þeirra eru félagsmenn í búgreinafélögunum sem standa að FESK. Mata, systurfélag kjúklingaframleiðandans Matfugls og svínakjötsframleiðandans Síldar og fisks (Ali) flytur þannig inn tæplega 600 tonn af svína- og alifuglakjöti á ESB-tollkvóta á þessu ári og er einn umsvifamesti kjötinnflytjandi landsins. Kjúklingaframleiðandinn Reykjagarður, dótturfélag Sláturfélags Suðurlands, flytur inn 90 tonn. Stjörnugrís, stærsti svínaræktandi landsins, sem er jafnframt eigandi Stjörnueggja, flytur inn 60 tonn af sömu kjöttegundum. Samtals flytja íslenzkir svína- og kjúklingakjötsframleiðendur inn rúmlega 87% ESB-tollkvótans fyrir svínakjöt á árinu 2019 og tæplega 45% tollkvótans fyrir alifuglakjöt. Hefði nýi talsmaðurinn ekki þurft að lesa sér betur til áður en hann réðist svona beint á eigin félagsmenn og þeirra óábyrga innflutning?Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun