Framkvæmdum ólokið í Fossvogsskóla: Öllum bekkjum komið fyrir í húsnæðinu Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2019 15:38 Fossvogsskóli í Fossvogsdal. Vísir/Vilhelm Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. Fossvogsskóla var eins og fyrr segir lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu og fengu nemendur meðal annars inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Framkvæmdum í þeim hluta skólans sem kallaður er Vesturland er ekki lokið en í pósti skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf hefst í Fossvogsskóla 22. ágúst næstkomandi. Skólanum var lokað í mars síðastliðnum.Vísir/vilhelm Þessa dagana er verið að vinna að frágangi og þrifum í Austur- og Meginlandi. „Her manna vinnur hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum og þrifum fyrir 15. ágúst og miðar verkinu vel. Umfangsmiklar endurbætur hafa átt sér stað og í næstu viku verður hafist handa við að koma húsgögnum og öðrum búnaði fyrir inn á námssvæðum.“ Aðalbjörg segir í póstinum að vegna breytinga á bókasafni og endurskipulagningu á nýtingu á rýmum í öðrum álmum skólans geri skólanum kleift að koma nemendum fyrir þrátt fyrir að það þrengi að þeim um nokkurn tíma. „Stjórnendur telja að nokkuð vel hafi tekist til miðað við aðstæður að haga skipulagsbreytingum með þeim hætti að sem best fari um nemendur en lögð hefur verið áhersla á að nemendur í hverjum árgangi séu sem mest saman á námssvæðum. Þótt að þrengi að okkur um einhvern tíma er það afar dýrmætt og mikið gleðiefni að geta öll verið í skólahúsnæðinu. Allar aðgerðir í þessum skipulagsbreytingum miða að því að skapa sem mestan stöðugleika í skólastarfinu,“ segir í tölvupósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur. Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Óttast um aðstandendur sína á Sóltúni Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu. Fossvogsskóla var eins og fyrr segir lokað um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu en sýnataka leiddi í ljós raka-og loftgæðavandamál. Bæði nemendur og starfsfólk skólans höfðu kvartað undan einkennum vegna myglu og fengu nemendur meðal annars inni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal vegna aðstöðuleysis. Framkvæmdum í þeim hluta skólans sem kallaður er Vesturland er ekki lokið en í pósti skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur, segir að verklok séu áætluð í lok nóvember. Skólastarf hefst í Fossvogsskóla 22. ágúst næstkomandi. Skólanum var lokað í mars síðastliðnum.Vísir/vilhelm Þessa dagana er verið að vinna að frágangi og þrifum í Austur- og Meginlandi. „Her manna vinnur hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum og þrifum fyrir 15. ágúst og miðar verkinu vel. Umfangsmiklar endurbætur hafa átt sér stað og í næstu viku verður hafist handa við að koma húsgögnum og öðrum búnaði fyrir inn á námssvæðum.“ Aðalbjörg segir í póstinum að vegna breytinga á bókasafni og endurskipulagningu á nýtingu á rýmum í öðrum álmum skólans geri skólanum kleift að koma nemendum fyrir þrátt fyrir að það þrengi að þeim um nokkurn tíma. „Stjórnendur telja að nokkuð vel hafi tekist til miðað við aðstæður að haga skipulagsbreytingum með þeim hætti að sem best fari um nemendur en lögð hefur verið áhersla á að nemendur í hverjum árgangi séu sem mest saman á námssvæðum. Þótt að þrengi að okkur um einhvern tíma er það afar dýrmætt og mikið gleðiefni að geta öll verið í skólahúsnæðinu. Allar aðgerðir í þessum skipulagsbreytingum miða að því að skapa sem mestan stöðugleika í skólastarfinu,“ segir í tölvupósti fráfarandi skólastjóra Fossvogsskóla, Aðalbjargar Ingadóttur.
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06 Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Óttast um aðstandendur sína á Sóltúni Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Sjá meira
Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15
Mannvit sendir frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um Fossvogsskóla Verkfræðistofan Mannvit ítrekar að stofan hafi ekki framkvæmt úttekt á húsnæði Fossvogsskóla heldur var um um að ræða ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins. 15. mars 2019 13:53
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45
Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. 13. mars 2019 19:06
Skólastjóri kveður mygluna í Fossvogsskóla Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun hætta sem skólastjóri Fossvogsskóla um næstu áramót. Hún tekur við starfi skólastjóra Norðlingaskóla. 14. júní 2019 16:27