Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 18:12 Húsnæði Fossvogsskóla. Stöð 2 Fossvogsskóla verður lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu í húsnæði skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri skólans, sendi á foreldra nemenda skólans. Ekki er ráðgert að skólinn opni aftur fyrr en að sumarfríi loknu. Í póstinum kemur fram að sýnataka í húsnæðinu hafi leitt í ljós „raka- og loftgæðavandamál“ í húsnæði skólans og að bæði nemendur og starfsfólk skólans hafi kvartað undan einkennum af þeim sökum. Eftir fund fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í dag var tekin ákvörðun um að loka skólanum eftir að skóladegi lýkur næstkomandi miðvikudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að ekki sé komið á hreint hvar skólastarf komi til með að fara fram þar til að sumarleyfi kemur í byrjun júní. „Við erum að vinna í því að finna húsnæði sem að hentar. Við náttúrulega reynum að vera eins nálægt Fossvogsskóla og hægt er. Það er verið kasta upp ýmsum hugmyndum og við erum í raun bara að kanna hvort að húsnæðið henti.“ Helgi segir mikilvægt að reynt verði að halda sem stærstum hóp nemenda á sama stað til þess að lágmarka þau áhrif sem málið mun hafa á daglegt starf nemenda skólans. Hann segir að upp hafi komið sú hugmynd að plasta yfir þær skemmdir sem eru í húsinu og halda starfi skólans áfram í húsnæðinu fram á vor, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að slíkt væri ekki ráðlegt. „Auðvitað er þetta rask fyrir börnin og fjölskyldur en menn vita að aðgerða er þörf í húsnæðinu og þá þurfa menn að hafa tíma til þess að klára málið.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Fossvogsskóla verður lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu í húsnæði skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri skólans, sendi á foreldra nemenda skólans. Ekki er ráðgert að skólinn opni aftur fyrr en að sumarfríi loknu. Í póstinum kemur fram að sýnataka í húsnæðinu hafi leitt í ljós „raka- og loftgæðavandamál“ í húsnæði skólans og að bæði nemendur og starfsfólk skólans hafi kvartað undan einkennum af þeim sökum. Eftir fund fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í dag var tekin ákvörðun um að loka skólanum eftir að skóladegi lýkur næstkomandi miðvikudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að ekki sé komið á hreint hvar skólastarf komi til með að fara fram þar til að sumarleyfi kemur í byrjun júní. „Við erum að vinna í því að finna húsnæði sem að hentar. Við náttúrulega reynum að vera eins nálægt Fossvogsskóla og hægt er. Það er verið kasta upp ýmsum hugmyndum og við erum í raun bara að kanna hvort að húsnæðið henti.“ Helgi segir mikilvægt að reynt verði að halda sem stærstum hóp nemenda á sama stað til þess að lágmarka þau áhrif sem málið mun hafa á daglegt starf nemenda skólans. Hann segir að upp hafi komið sú hugmynd að plasta yfir þær skemmdir sem eru í húsinu og halda starfi skólans áfram í húsnæðinu fram á vor, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að slíkt væri ekki ráðlegt. „Auðvitað er þetta rask fyrir börnin og fjölskyldur en menn vita að aðgerða er þörf í húsnæðinu og þá þurfa menn að hafa tíma til þess að klára málið.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira