Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 18:12 Húsnæði Fossvogsskóla. Stöð 2 Fossvogsskóla verður lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu í húsnæði skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri skólans, sendi á foreldra nemenda skólans. Ekki er ráðgert að skólinn opni aftur fyrr en að sumarfríi loknu. Í póstinum kemur fram að sýnataka í húsnæðinu hafi leitt í ljós „raka- og loftgæðavandamál“ í húsnæði skólans og að bæði nemendur og starfsfólk skólans hafi kvartað undan einkennum af þeim sökum. Eftir fund fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í dag var tekin ákvörðun um að loka skólanum eftir að skóladegi lýkur næstkomandi miðvikudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að ekki sé komið á hreint hvar skólastarf komi til með að fara fram þar til að sumarleyfi kemur í byrjun júní. „Við erum að vinna í því að finna húsnæði sem að hentar. Við náttúrulega reynum að vera eins nálægt Fossvogsskóla og hægt er. Það er verið kasta upp ýmsum hugmyndum og við erum í raun bara að kanna hvort að húsnæðið henti.“ Helgi segir mikilvægt að reynt verði að halda sem stærstum hóp nemenda á sama stað til þess að lágmarka þau áhrif sem málið mun hafa á daglegt starf nemenda skólans. Hann segir að upp hafi komið sú hugmynd að plasta yfir þær skemmdir sem eru í húsinu og halda starfi skólans áfram í húsnæðinu fram á vor, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að slíkt væri ekki ráðlegt. „Auðvitað er þetta rask fyrir börnin og fjölskyldur en menn vita að aðgerða er þörf í húsnæðinu og þá þurfa menn að hafa tíma til þess að klára málið.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Fossvogsskóla verður lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu í húsnæði skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri skólans, sendi á foreldra nemenda skólans. Ekki er ráðgert að skólinn opni aftur fyrr en að sumarfríi loknu. Í póstinum kemur fram að sýnataka í húsnæðinu hafi leitt í ljós „raka- og loftgæðavandamál“ í húsnæði skólans og að bæði nemendur og starfsfólk skólans hafi kvartað undan einkennum af þeim sökum. Eftir fund fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar í dag var tekin ákvörðun um að loka skólanum eftir að skóladegi lýkur næstkomandi miðvikudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að ekki sé komið á hreint hvar skólastarf komi til með að fara fram þar til að sumarleyfi kemur í byrjun júní. „Við erum að vinna í því að finna húsnæði sem að hentar. Við náttúrulega reynum að vera eins nálægt Fossvogsskóla og hægt er. Það er verið kasta upp ýmsum hugmyndum og við erum í raun bara að kanna hvort að húsnæðið henti.“ Helgi segir mikilvægt að reynt verði að halda sem stærstum hóp nemenda á sama stað til þess að lágmarka þau áhrif sem málið mun hafa á daglegt starf nemenda skólans. Hann segir að upp hafi komið sú hugmynd að plasta yfir þær skemmdir sem eru í húsinu og halda starfi skólans áfram í húsnæðinu fram á vor, en við nánari skoðun hafi komið í ljós að slíkt væri ekki ráðlegt. „Auðvitað er þetta rask fyrir börnin og fjölskyldur en menn vita að aðgerða er þörf í húsnæðinu og þá þurfa menn að hafa tíma til þess að klára málið.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira