Körfubolti

Hlynur og Tryggvi kvíða ekki fyrir því að berjast við NBA-stjörnuna í svissneska liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslenska karlalandsliðinu í körfubolta spilar sinn fyrsta heimaleik í forkeppni EM í Laugardalshöll í dag er liðið mætir Sviss.

Íslensku strákarnir fá verðugt verkefni því í liði Svisslendinga er meðal annars NBA-stjarnan Clint Capela en Clint leikur með Houston Rockets.

„Ég hef sjaldan haft jafn litlu að tapa í þeirri viðureign. Ég kvíði því ekki mikið en ég og einhverjir fleiri getum gert honum erfitt,“ sagði Hlynur Bæringsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Hann hefur sína styrkleika og einnig marga veikleika,“ en annar stór miðherji íslenska landsliðsins, Tryggvi Snær Hlinason, hlakkar einnig til verkefnisins.

„Það er alltaf gaman og spennandi að spila gegn leikmönnum sem eru betri en þú. Ég held að við séum með það sem til þarf.“

Sviss vann sinn fyrsta leik gegn Portúgal á meðan strákarnir okkar töpuðu á grátlegan hátt fyrir Portúgal fyrr í vikunni. Skot Tryggva dansaði á hringnum á síðustu sekúndunni en vildi ekki niður.

„Þetta eru örugglega með leiðinlegustu „klikkum“ í lífinu mínu en þetta kemur fyrir. Við töpuðum með einu og það er ekki svo slæm staða,“ sagði Tryggvi áður en Hlynur tók við boltanum:

„Við þurfum að vinna þessa tvo heimaleiki og þá held ég að við séum í ágætis málum. Það væri sterkt að ná einum útisigur en þetta er allt mjög opið,“ bætti Hlynur við.

Leikur Íslands og Sviss verður í beinni textalýsingu á Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×