Martröð foreldra Kolbrún Baldursdóttir skrifar 30. júlí 2019 07:00 Martröð foreldra er að börn þeirra leiðist út í fíkniefnaneyslu. Langoftast er einhver aðdragandi sem birtist á heimilinu og í skólanum. Barn sem byrjar að neyta harðra efna fer oft hratt niður. Hefja þarf því greiningarferlið strax og meðferð í kjölfarið. Hér getur verið spurning um líf eða dauða. Þegar kemur að raunveruleikanum í þessum efnum eru ýmsar hindranir og úrræðaleysi.Greining og meðferð Fyrsta hindrunin er að komast í greiningu. Án greiningar, sem oftast samanstendur af vitsmunaþroskamati, mati á líðan og ADHD skimun, fæst ekki aðgangur að BUGL. Landspítalinn þjónustar ekki ungmenni í neyslu- og fíknivanda, veitir þeim hvorki afeitrunarmeðferð né bráðameðferð þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi falið Landspítalanum að sinna börnum í neyslu. Af hverju hefur Landspítalanum ekki tekist að fylgja fyrirmælum ráðherra? Ráðherra hefur samið við SÁÁ um að annast meðferð fyrir börn en í kjölfarið tekur ekkert við. Álagið á fjölskyldur barna í neyslu er gríðarlegt og að baki einu barni er fjölskylda í angist. Hægagangur og andvaraleysi stjórnvalda Íslenskt samfélag, borg og ríki hafa staðið sig illa í þessum málum. Barn á grunnskólaaldri á rétt á að fá vanda sinn greindan eins og Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla kveður á um. En biðlistar eru langir og dæmi eru um að börn séu enn á biðlista þegar þau ljúka grunnskóla. Þeir foreldrar sem hafa efni á, grípa til þess ráðs að kaupa greiningu hjá einkaaðila fyrir að lágmarki 150.000 kr. Hjá Reykjavíkurborg hefur málaflokkurinn ekki verið í forgangi. Í staðinn fyrir að fjölga sálfræðingum hefur meirihlutinn í borgarstjórn ákveðið að draga úr greiningum. Ráðamenn í borginni hafa í mörg ár staðið sig illa þegar kemur að greiningum og sálfræðiþjónustu við börn. Fjármagni hefur frekar verið varið í aðra hluti en að auka og tryggja þjónustu við börn á hinum ýmsu sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Martröð foreldra er að börn þeirra leiðist út í fíkniefnaneyslu. Langoftast er einhver aðdragandi sem birtist á heimilinu og í skólanum. Barn sem byrjar að neyta harðra efna fer oft hratt niður. Hefja þarf því greiningarferlið strax og meðferð í kjölfarið. Hér getur verið spurning um líf eða dauða. Þegar kemur að raunveruleikanum í þessum efnum eru ýmsar hindranir og úrræðaleysi.Greining og meðferð Fyrsta hindrunin er að komast í greiningu. Án greiningar, sem oftast samanstendur af vitsmunaþroskamati, mati á líðan og ADHD skimun, fæst ekki aðgangur að BUGL. Landspítalinn þjónustar ekki ungmenni í neyslu- og fíknivanda, veitir þeim hvorki afeitrunarmeðferð né bráðameðferð þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi falið Landspítalanum að sinna börnum í neyslu. Af hverju hefur Landspítalanum ekki tekist að fylgja fyrirmælum ráðherra? Ráðherra hefur samið við SÁÁ um að annast meðferð fyrir börn en í kjölfarið tekur ekkert við. Álagið á fjölskyldur barna í neyslu er gríðarlegt og að baki einu barni er fjölskylda í angist. Hægagangur og andvaraleysi stjórnvalda Íslenskt samfélag, borg og ríki hafa staðið sig illa í þessum málum. Barn á grunnskólaaldri á rétt á að fá vanda sinn greindan eins og Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla kveður á um. En biðlistar eru langir og dæmi eru um að börn séu enn á biðlista þegar þau ljúka grunnskóla. Þeir foreldrar sem hafa efni á, grípa til þess ráðs að kaupa greiningu hjá einkaaðila fyrir að lágmarki 150.000 kr. Hjá Reykjavíkurborg hefur málaflokkurinn ekki verið í forgangi. Í staðinn fyrir að fjölga sálfræðingum hefur meirihlutinn í borgarstjórn ákveðið að draga úr greiningum. Ráðamenn í borginni hafa í mörg ár staðið sig illa þegar kemur að greiningum og sálfræðiþjónustu við börn. Fjármagni hefur frekar verið varið í aðra hluti en að auka og tryggja þjónustu við börn á hinum ýmsu sviðum.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar