Önnur umferð kappræðna Demókrata hefst í kvöld Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 22:24 Unnið að því að gera allt klárt fyrir kvöldið. AP/Paul Sancya Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan. Kappræðurnar munu fara fram í Fox-leikhúsinu og hefur sjónvarpsstöðin CNN yfirumsjón með framgangi mála. Tíu af þeim 20 frambjóðendum ,sem stóðust þær kröfur sem gerðar eru til frambjóðenda til þess að þeir megi taka þátt í kappræðunum, munu sitja fyrir svörum í kvöld. Hinir tíu stíga svo á sviðið annað kvöld. Mest spenna þykir vera fyrir umræðum milli Elizabeth Warren og Bernie Sanders Til þess að öðlast réttinn til þess að taka þátt í þessari annarri umferð kappræðna þurfa frambjóðendurnir að hafa fengið framlag frá hið minnsta 65.000 kjósendum í kosningasjóð sinn eða hafa mælst með meira en 1% fylgi í að minnsta kosti þremur viðurkenndum skoðanakönnunum. Sá þeirra tíu sem stíga á svið í kvöld sem þykir líklegastur til afreka er öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton í forvali Demókrata fyrir kosningarnar árið 2016.Fjögur talin líkleg til að ná langt Á sviðinu í kvöld verða auk Bernie Sanders þau Stephen Bullock, Pete Buttigieg, John Delaney, John Hickenlooper, Amy Klobuchar, Beto O‘Rourke, Timothy Ryan, Elizabeth Warren og Marianne Williamson. Af þeim uppfylla þau Sanders, Warren, Buttigieg, O‘Rourke, Klobuchar og Williamson bæði skilyrðin en Ryan, Hickenlooper, Delaney og Bullock hafa mælst með yfir 1% fylgi að minnsta kosti í þrígang en hafa ekki fengið tilskilinn fjölda styrkja. Öll þeirra tíu sem munu rökræða í Detroit í kvöld tóku þátt í fyrstu kappræðunum sem fram fóru í júní, nema Stephen Bullock. Bullock hafði þá eingöngu mælst með yfir 1% fylgi í tvígang. Sex mánuðir eru þar til að fyrstu prófkjör Demókrata verða haldin, því er kosningabaráttan rétt að byrja. Stærsti hluti þeirra 20 frambjóðenda sem taka þátt í kappræðunum munu heltast úr lestinni á næstu mánuðum en af þeim tíu sem taka þátt í kvöld eru þau Sanders, Warren, Buttigieg og O‘Rourke talin líklegust til að ná langt í forvalinu. Sýnt verður frá kappræðunum, sem hefjast á miðnætti, á sjónvarpsstöðinni CNN.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira