Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon skrifar 31. júlí 2019 07:00 Að undanförnu hefur verið áberandi kenning um að við innleiðingu þriðja orkupakkans verði íslenska ríkið skuldbundið til að leyfa lagningu sæstrengs sem flytur raforku til annars ríkis. Þar að auki hefur verið haldið fram að reyni íslenska ríkið að standa í vegi fyrir því að sæstrengur verði lagður muni annaðhvort Eftirlitsstofnun EFTA höfða samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum eða höfðað verði mál fyrir íslenskum dómstól sem leiti álits EFTA-dómstólsins um samningsbrot. Það mál muni tapast og íslenska ríkinu gert að greiða skaðabætur þar sem orka hefur verið skilgreind sem vara (síðan fyrsti orkupakkinn var innleiddur) og EES-samningurinn geri ráð fyrir frjálsu flæði á vörum innan EES-svæðisins. Þessar kenningar eru firra. Ekkert í orkupakkanum Þriðji orkupakkinn fjallar ekki um skyldu aðildarríkja EES til að koma á eða leyfa samtengingu um flutning orku sín á milli, m.ö.o. hann fjallar ekki um sæstrengi sem flytja raforku. Synjun eða höfnun orkupakkans hefur því engin bein áhrif á hvort lagður verði slíkur sæstrengur eða ekki. Ein meginstoð EES-samningsins er frjálst flæði vöru. Þrátt fyrir að rafmagn sé skilgreint sem vara leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að sérhvert ríki eða einkaaðili á EES-svæðinu geti lagt sæstreng hingað til lands og tengst íslenska raforkukerfinu án þess að íslenska ríkið ráði neinu þar um. Túlkunarreglur þjóðaréttar Í þessu samhengi verður að hafa í huga að EES-samningurinn er milliríkjasamningur. Í 31. gr. Vínarsamningsins um milliríkjasamninga (e. Vienna Convention on the Law of Treaties) frá árinu 1969 eru að finna helstu túlkunarreglur þjóðaréttar. Ísland er ekki aðili að samningnum en er bundið af umræddu ákvæði þar sem það telst þjóðréttarvenja. Í 1. mgr. 31. gr. kemur fram meginreglan að milliríkjasamningur skuli túlkaður í góðri trúi í samræmi við hefðbundna merkingu orðanna sem koma fyrir í honum í samhengi við og í ljósi markmiðs og tilgangs hans. Það er afar langsótt að finna skyldu til lagningar sæstrengs í hefðbundinni merkingu þeirra orða sem koma fyrir í ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga enda ekkert minnst á slíka skyldu. Það sem meiru skiptir hér er að í c) lið 3. mgr. 31. gr. kemur fram að við túlkun milliríkjasamninga verði að taka tillit til hverrar þeirrar þjóðréttarreglu sem er í gildi á milli samningsaðila. Hafréttarsamningur SÞ Öll aðildarríki EES-samningsins (sem og ESB sjálft) eru aðilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1982. Taka verður því tillit til hans í þessu samhengi. Af 311. gr. hafréttarsamningsins leiðir að almennt skulu ákvæði annarra samninga, sem aðildarríki hafréttarsamningsins eiga aðild að, að vera í samræmi við hafréttarsamninginn. M.ö.o. hafréttarsamningurinn trónir á toppnum í alþjóðakerfinu að því er varðar þær reglur er gilda á hafinu enda stundum kallaður stjórnarskrá hafsins. Sæstrengir Hafréttarsamningurinn er helsta réttarheimild þjóðaréttar um sæstrengi. Í 79., 87. og 112. gr. hans kemur fram að öllum ríkjum sé heimilt að leggja neðansjávarstrengi og -leiðslur á landgrunnið og á úthafinu í samræmi við nánar tilgreind skilyrði. Það ríkir því töluvert frelsi varðandi lagningu neðansjávarleiðslna og -strengja. Það eru yfirleitt einkaaðilar sem notfæra sér þessi réttindi. Þrátt fyrir orðalag hafréttarsamningsins um að umrædd réttindi tilheyri ríkjum þá er litið svo á að skýra skuli orðalagið á þann veg að það taki jafnframt til einkaaðila í viðkomandi ríki. Slíkur skilningur birtist m.a. í helsta skýringarritinu við samninginn. Hafa verður í huga að hið lögfræðilega landgrunnshugtak er annað en hið náttúruvísindalega. Landgrunnshugtakið í skilningi þjóðaréttar hefst utan landhelgi ríkja, þ.e. oftast 12 sjómílum frá svokölluðum grunnlínum. Í 4. mgr. 79. gr. hafréttarsamningsins kemur beinlínis fram að ekkert, í þeim hluta samningsins sem fjallar um landgrunnið, hafi áhrif á rétt strandríkisins til að setja skilyrði vegna strengja eða leiðslna, sem ná inn í land eða landhelgi þess. M.ö.o. ríki ræður því hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þess. Þessi regla leiðir af fullveldisrétti strandríkja í landhelginni. Engin sæstrengjaskylda Af túlkunarreglum þjóðaréttar leiðir að skýra verður ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði vöru til samræmis við ákvæði hafréttarsamningsins. Það þýðir að meginreglan um frjálst flæði vöru leiðir ekki til þess að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs sem flytur rafmagn hingað til lands. Íslenska ríkið getur því ekki orðið skaðabótaskylt af því að synja rétti sem er ekki til staðar. Það er útilokað. Að halda öðru fram er nýlunda í sögu alþjóðasamskipta. Réttur Íslands til að heimila eða hafna lagningu sæstrengs inn fyrir landhelgina stendur óhaggaður hvað sem þriðja orkupakkanum eða öðrum ákvæðum EES-samningsins líður. Höfundur er prófessor við lagadeild HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Bjarni Már Magnússon Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið áberandi kenning um að við innleiðingu þriðja orkupakkans verði íslenska ríkið skuldbundið til að leyfa lagningu sæstrengs sem flytur raforku til annars ríkis. Þar að auki hefur verið haldið fram að reyni íslenska ríkið að standa í vegi fyrir því að sæstrengur verði lagður muni annaðhvort Eftirlitsstofnun EFTA höfða samningsbrotamál gegn íslenska ríkinu fyrir EFTA-dómstólnum eða höfðað verði mál fyrir íslenskum dómstól sem leiti álits EFTA-dómstólsins um samningsbrot. Það mál muni tapast og íslenska ríkinu gert að greiða skaðabætur þar sem orka hefur verið skilgreind sem vara (síðan fyrsti orkupakkinn var innleiddur) og EES-samningurinn geri ráð fyrir frjálsu flæði á vörum innan EES-svæðisins. Þessar kenningar eru firra. Ekkert í orkupakkanum Þriðji orkupakkinn fjallar ekki um skyldu aðildarríkja EES til að koma á eða leyfa samtengingu um flutning orku sín á milli, m.ö.o. hann fjallar ekki um sæstrengi sem flytja raforku. Synjun eða höfnun orkupakkans hefur því engin bein áhrif á hvort lagður verði slíkur sæstrengur eða ekki. Ein meginstoð EES-samningsins er frjálst flæði vöru. Þrátt fyrir að rafmagn sé skilgreint sem vara leiðir það ekki sjálfkrafa til þess að sérhvert ríki eða einkaaðili á EES-svæðinu geti lagt sæstreng hingað til lands og tengst íslenska raforkukerfinu án þess að íslenska ríkið ráði neinu þar um. Túlkunarreglur þjóðaréttar Í þessu samhengi verður að hafa í huga að EES-samningurinn er milliríkjasamningur. Í 31. gr. Vínarsamningsins um milliríkjasamninga (e. Vienna Convention on the Law of Treaties) frá árinu 1969 eru að finna helstu túlkunarreglur þjóðaréttar. Ísland er ekki aðili að samningnum en er bundið af umræddu ákvæði þar sem það telst þjóðréttarvenja. Í 1. mgr. 31. gr. kemur fram meginreglan að milliríkjasamningur skuli túlkaður í góðri trúi í samræmi við hefðbundna merkingu orðanna sem koma fyrir í honum í samhengi við og í ljósi markmiðs og tilgangs hans. Það er afar langsótt að finna skyldu til lagningar sæstrengs í hefðbundinni merkingu þeirra orða sem koma fyrir í ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga enda ekkert minnst á slíka skyldu. Það sem meiru skiptir hér er að í c) lið 3. mgr. 31. gr. kemur fram að við túlkun milliríkjasamninga verði að taka tillit til hverrar þeirrar þjóðréttarreglu sem er í gildi á milli samningsaðila. Hafréttarsamningur SÞ Öll aðildarríki EES-samningsins (sem og ESB sjálft) eru aðilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1982. Taka verður því tillit til hans í þessu samhengi. Af 311. gr. hafréttarsamningsins leiðir að almennt skulu ákvæði annarra samninga, sem aðildarríki hafréttarsamningsins eiga aðild að, að vera í samræmi við hafréttarsamninginn. M.ö.o. hafréttarsamningurinn trónir á toppnum í alþjóðakerfinu að því er varðar þær reglur er gilda á hafinu enda stundum kallaður stjórnarskrá hafsins. Sæstrengir Hafréttarsamningurinn er helsta réttarheimild þjóðaréttar um sæstrengi. Í 79., 87. og 112. gr. hans kemur fram að öllum ríkjum sé heimilt að leggja neðansjávarstrengi og -leiðslur á landgrunnið og á úthafinu í samræmi við nánar tilgreind skilyrði. Það ríkir því töluvert frelsi varðandi lagningu neðansjávarleiðslna og -strengja. Það eru yfirleitt einkaaðilar sem notfæra sér þessi réttindi. Þrátt fyrir orðalag hafréttarsamningsins um að umrædd réttindi tilheyri ríkjum þá er litið svo á að skýra skuli orðalagið á þann veg að það taki jafnframt til einkaaðila í viðkomandi ríki. Slíkur skilningur birtist m.a. í helsta skýringarritinu við samninginn. Hafa verður í huga að hið lögfræðilega landgrunnshugtak er annað en hið náttúruvísindalega. Landgrunnshugtakið í skilningi þjóðaréttar hefst utan landhelgi ríkja, þ.e. oftast 12 sjómílum frá svokölluðum grunnlínum. Í 4. mgr. 79. gr. hafréttarsamningsins kemur beinlínis fram að ekkert, í þeim hluta samningsins sem fjallar um landgrunnið, hafi áhrif á rétt strandríkisins til að setja skilyrði vegna strengja eða leiðslna, sem ná inn í land eða landhelgi þess. M.ö.o. ríki ræður því hvort lagður er sæstrengur inn fyrir landhelgi þess. Þessi regla leiðir af fullveldisrétti strandríkja í landhelginni. Engin sæstrengjaskylda Af túlkunarreglum þjóðaréttar leiðir að skýra verður ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði vöru til samræmis við ákvæði hafréttarsamningsins. Það þýðir að meginreglan um frjálst flæði vöru leiðir ekki til þess að á íslenska ríkinu hvíli skylda til að heimila lagningu sæstrengs sem flytur rafmagn hingað til lands. Íslenska ríkið getur því ekki orðið skaðabótaskylt af því að synja rétti sem er ekki til staðar. Það er útilokað. Að halda öðru fram er nýlunda í sögu alþjóðasamskipta. Réttur Íslands til að heimila eða hafna lagningu sæstrengs inn fyrir landhelgina stendur óhaggaður hvað sem þriðja orkupakkanum eða öðrum ákvæðum EES-samningsins líður. Höfundur er prófessor við lagadeild HR og forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun