Kveðjuræðan Davíð Stefánsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun