Varnarsamningurinn – fíllinn í stofunni Stefán Pálsson skrifar 24. júlí 2019 11:45 Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström Skoðun Skoðun Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir Skoðun