Varnarsamningurinn – fíllinn í stofunni Stefán Pálsson skrifar 24. júlí 2019 11:45 Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun