Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:00 Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík. Vísir/arnar Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. Rannveig Rist forstjóri álversins í Straumsvík upplýsti starfsmenn um að rekstur kerskála þrjú hefði verið stöðvaður á mánudagsmorgun á Facebooksíðu starfsfólks og í morgun var haldinn upplýsingafundur með starfsmönnum. Ástæðan fyrir lokuninni sú að afar óvenjulegur ljósbogi kom upp í einu af 160 kerjum skálans vegna þess að annað súral var notað en venjulega vegna skorts á heimsmörkuðum. Rannveig sagði erfitt að spá fyrir um hvenær kveikt yrði á skálanum að nýju nú væri áherslan lögð á að halda starfseminni í jafnvægi í kerskálum eitt og tvö. Það hafi tekið tíu vikur síðast þegar skálinn var stöðvaður árið 2006 en þá hafi aðsstæður verið aðrar. Síðast var milljarða tjón en erfitt sé að meta tjónið nú.Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir mikinn þrýsting á stjórnendum og starfsfólki álversins í Straumsvík að kveikja sem fyrst á kerskála þrjú.Álverið er til sölu og telur Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum það og tekjutapið setja mikinn þrýsting á stjórnendur að kveikja sem fyrst á skálanum. „Alltaf þegar eitthvað fer að koma svona fyrir í fyrirtækjum sem eru í söluferli þá er líklegt að það auki ekki áhugann á þeim. Hins vegar ef það tekur skjótan tíma að laga þetta þá er það til marks um það að þarna sé afar hæft starfsfólk sem gæti svo aukið áhugann. Fyrirtækið verður fyrir miklu tekjutapi meðan að skálinn er lokaður en þarna fer fram um fjórðungur framleiðslunnar þannig að það felur líka í sér mikinn þrýsting, “ segir Ketill.Álverið hefur kaupskyldu á hluta af rafmagni Landsvirkjunar Þá segir Ketill að Landsvirkjun fái um fjórðung af tekjum sínum vegna sölu á rafmagni til álversins. Þar gæti því líka orðið tekjutap. Leynd hvílir á raforkusamningnum en ákveðin kaupskylda ríkir að sögn Rannveigar Rist forstjóra álversins. „Við erum með kaupskyldu á ákveðnum hluta og förum bara eftir þeim samningum sem eru í gildi,“ segir Rannveig. Ketill segir að Landsvirkjun fái um einn milljarð á mánuði vegna sölu rafmagns til álversins og geti því orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi dragist að kveikja á skála þrjú. „Ef að samningarnir eru þannig að landsvirkjun fái ekki tekjurnar meðan framleiðslan liggur niðri þá getur það þýtt umtalsvert tekjutap fyrir Landsvirkjun,“ segir Ketill. Engar upplýsingar fengust frá Landsvirkjun vegna málsins þar sem allir stjórnendur eru í sumarfríi. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. Rannveig Rist forstjóri álversins í Straumsvík upplýsti starfsmenn um að rekstur kerskála þrjú hefði verið stöðvaður á mánudagsmorgun á Facebooksíðu starfsfólks og í morgun var haldinn upplýsingafundur með starfsmönnum. Ástæðan fyrir lokuninni sú að afar óvenjulegur ljósbogi kom upp í einu af 160 kerjum skálans vegna þess að annað súral var notað en venjulega vegna skorts á heimsmörkuðum. Rannveig sagði erfitt að spá fyrir um hvenær kveikt yrði á skálanum að nýju nú væri áherslan lögð á að halda starfseminni í jafnvægi í kerskálum eitt og tvö. Það hafi tekið tíu vikur síðast þegar skálinn var stöðvaður árið 2006 en þá hafi aðsstæður verið aðrar. Síðast var milljarða tjón en erfitt sé að meta tjónið nú.Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum segir mikinn þrýsting á stjórnendum og starfsfólki álversins í Straumsvík að kveikja sem fyrst á kerskála þrjú.Álverið er til sölu og telur Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum það og tekjutapið setja mikinn þrýsting á stjórnendur að kveikja sem fyrst á skálanum. „Alltaf þegar eitthvað fer að koma svona fyrir í fyrirtækjum sem eru í söluferli þá er líklegt að það auki ekki áhugann á þeim. Hins vegar ef það tekur skjótan tíma að laga þetta þá er það til marks um það að þarna sé afar hæft starfsfólk sem gæti svo aukið áhugann. Fyrirtækið verður fyrir miklu tekjutapi meðan að skálinn er lokaður en þarna fer fram um fjórðungur framleiðslunnar þannig að það felur líka í sér mikinn þrýsting, “ segir Ketill.Álverið hefur kaupskyldu á hluta af rafmagni Landsvirkjunar Þá segir Ketill að Landsvirkjun fái um fjórðung af tekjum sínum vegna sölu á rafmagni til álversins. Þar gæti því líka orðið tekjutap. Leynd hvílir á raforkusamningnum en ákveðin kaupskylda ríkir að sögn Rannveigar Rist forstjóra álversins. „Við erum með kaupskyldu á ákveðnum hluta og förum bara eftir þeim samningum sem eru í gildi,“ segir Rannveig. Ketill segir að Landsvirkjun fái um einn milljarð á mánuði vegna sölu rafmagns til álversins og geti því orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi dragist að kveikja á skála þrjú. „Ef að samningarnir eru þannig að landsvirkjun fái ekki tekjurnar meðan framleiðslan liggur niðri þá getur það þýtt umtalsvert tekjutap fyrir Landsvirkjun,“ segir Ketill. Engar upplýsingar fengust frá Landsvirkjun vegna málsins þar sem allir stjórnendur eru í sumarfríi.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00 Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Forstjóri álversins í Straumsvík gerir ráð fyrir töluverðu fjárhagslegu tjóni eftir að slökkt var á einum af þremur kerskálum álversins í gær. 23. júlí 2019 17:00
Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum. 22. júlí 2019 18:45