Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti í gærkvöldi neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að stór vopnasölusamningur til Sádi-Arabíu yrði afturkallaður. Báðar deildir Bandaríkjaþings höfðu samþykkt að afturkalla samninginn í ljósi ástandsins í Sádi-Arabíu, ekki síst þegar litið er til stríðsins í Jemen, þar sem þeir eru virkir þátttakendur, og morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem vakti mikinn óhug og umtal.
Trump ákvað að beita neitunarvaldinu vegna þess að það myndi draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna að hætta við vopnasöluna auk þess sem málið myndi spilla vinskapnum við konungdæmið. Þetta er í þriðja sinn sem Trump beitir neitunarvaldi sínu frá því hann tók við embætti.
Trump beitti neitunarvaldi vegna vopnasölusamnings

Tengdar fréttir

Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi
Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag.

Trump nefndi vopnakaup Sáda þegar hann var spurður um rannsókn á Khashoggi
Trump ræddi málið í viðtali við NBC sjónvarpstöðina fyrr í dag og benti í því samhengi á mikil vopnaviðskipti Bandaríkjanna og Sádí-Arabíu. Kaup Sáda á bandarískum vopnum nemi háum fjárhæðum sem búi til störf í heimalandinu.

Bandarískar hersveitir sendar í fyrsta sinn til Sádi-Arabíu í 16 ár
Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins tilkynntu í dag að verið væri að senda bandarískar hersveitir til Sádi-Arabíu til að verja hagsmuni Bandaríkjanna frá líklegri ógn.