Fyrrum eiginkona NBA-leikmanns á leið í 30 ára fangelsi fyrir morðið á honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 10:30 Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, í réttarsalnum í gær. AP/Jim Weber Aðeins ári eftir að þrettán ára NBA-ferli Lorenzen Wright lauk átti fyrrum eiginkona hans stóran þátt í að enda líf hans. Konan heitir Sherra Wright og viðurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gær. Lorenzen Wright spilaði 778 leiki í NBA-deildinni með fimm félögum frá 1996 til 2009. Hann endaði ferilinn með Cleveland Cavaliers tímabilið 2008-09. Rúmu ári síðan yfirgaf Lorenzen heimili sitt en sást ekki á lífi aftur. Hann átti að hafa yfirgefið húsið með fullt af peningum og eiturlyfjum samkvæmt fyrrum eiginkonu hans. Lík hans fannst tíu dögum síðar en hann hafði verið skotinn til bana og skilinn eftir í mýrlendi í úthverfi Memphis.Former NBA player Lorenzen Wright's ex-wife pleads guilty in his murder case https://t.co/QAzcYMIxlKpic.twitter.com/v0WFPP1ILQ — Sporting News NBA (@sn_nba) July 25, 2019Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, lýsti sig óvænt seka í gær en hún játaði þá að hafa tekið þátt í morðinu á eiginmanni sínum fyrir níu árum síðan. Hún var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi og getur fyrst sloppið út eftir níu ár. Ef hún hefði farið í gegnum réttarhaldið og verið dæmd sek þá átti hún á hættu að vera dæmd í lífstíðarfangelsi. Billy Ray Turner var ákærður fyrir morðið á Lorenzen Wright. Hann og Sherra Wright voru fyrst ákærð fyrir morðið í desmber 2017. Réttarhald hans hefst 16. september en ekki er vitað hvort hún muni bera þar vitni.Sherra Wright, the ex-wife of former NBA player Lorenzen Wright, pleaded guilty to charges of facilitation to commit first-degree murder and facilitation to commit attempted first-degree murder. Lorenzen Wright was found dead in a wooded area in July 2010. https://t.co/A81AlE6Gtp — CNN (@CNN) July 25, 2019 Þau skipulögðu morðið saman og hentu byssunni í Mississippi vatn. Byssan fannst nokkrum vikum áður en þau voru ákærð. Móðir Lorenzen Wright hefur ekki fengið að hitta barnabörnin sín og fékk að koma inn í réttarsalinn eftir að Sherra Wright játaði. „Ég hata það sem kom fyrir barnið mitt en hann skildi eftir falleg börn fyrir ömmu þeirra,“ sagði Deborah Marion, móðir Lorenzen Wright. Deborah Marion vill að Sherra Wright verði í fangelsi öll 30 árin.Lorenzen Wright á síðasta tímabili sínu í NBA 2008-09. Hér er hann í liðsmyndatöku Cleveland Cavaliers.AP/Mark Duncan Bandaríkin NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Aðeins ári eftir að þrettán ára NBA-ferli Lorenzen Wright lauk átti fyrrum eiginkona hans stóran þátt í að enda líf hans. Konan heitir Sherra Wright og viðurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gær. Lorenzen Wright spilaði 778 leiki í NBA-deildinni með fimm félögum frá 1996 til 2009. Hann endaði ferilinn með Cleveland Cavaliers tímabilið 2008-09. Rúmu ári síðan yfirgaf Lorenzen heimili sitt en sást ekki á lífi aftur. Hann átti að hafa yfirgefið húsið með fullt af peningum og eiturlyfjum samkvæmt fyrrum eiginkonu hans. Lík hans fannst tíu dögum síðar en hann hafði verið skotinn til bana og skilinn eftir í mýrlendi í úthverfi Memphis.Former NBA player Lorenzen Wright's ex-wife pleads guilty in his murder case https://t.co/QAzcYMIxlKpic.twitter.com/v0WFPP1ILQ — Sporting News NBA (@sn_nba) July 25, 2019Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, lýsti sig óvænt seka í gær en hún játaði þá að hafa tekið þátt í morðinu á eiginmanni sínum fyrir níu árum síðan. Hún var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi og getur fyrst sloppið út eftir níu ár. Ef hún hefði farið í gegnum réttarhaldið og verið dæmd sek þá átti hún á hættu að vera dæmd í lífstíðarfangelsi. Billy Ray Turner var ákærður fyrir morðið á Lorenzen Wright. Hann og Sherra Wright voru fyrst ákærð fyrir morðið í desmber 2017. Réttarhald hans hefst 16. september en ekki er vitað hvort hún muni bera þar vitni.Sherra Wright, the ex-wife of former NBA player Lorenzen Wright, pleaded guilty to charges of facilitation to commit first-degree murder and facilitation to commit attempted first-degree murder. Lorenzen Wright was found dead in a wooded area in July 2010. https://t.co/A81AlE6Gtp — CNN (@CNN) July 25, 2019 Þau skipulögðu morðið saman og hentu byssunni í Mississippi vatn. Byssan fannst nokkrum vikum áður en þau voru ákærð. Móðir Lorenzen Wright hefur ekki fengið að hitta barnabörnin sín og fékk að koma inn í réttarsalinn eftir að Sherra Wright játaði. „Ég hata það sem kom fyrir barnið mitt en hann skildi eftir falleg börn fyrir ömmu þeirra,“ sagði Deborah Marion, móðir Lorenzen Wright. Deborah Marion vill að Sherra Wright verði í fangelsi öll 30 árin.Lorenzen Wright á síðasta tímabili sínu í NBA 2008-09. Hér er hann í liðsmyndatöku Cleveland Cavaliers.AP/Mark Duncan
Bandaríkin NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira