Þolendur segja stuðninginn skipta öllu máli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2019 20:00 Gangan hófst klukkan 14 í dag. EINAR ÁRNASON Druslugangan var gengin í níunda sinn í dag. Skipuleggjendur göngunnar segja að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu frá því að gangan fór fyrst fram, en þó sé þörf á kerfisbreytingu. Þolendur segja stuðninginn, sem sýndur var í dag, mikilvægan. Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og er tilgangurinn meðal annars að skila skömm þolenda þangað sem hún á heima. Einn af stjórnendum göngunnar segir að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu en þörf sé á kerfisbreytingu. „Í ár erum við að leggja áherslu á það að þetta er í öllum samfélagshópum, gerendur eru alls staða og þetta eru fjölskyldumeðlimir, lögreglumenn, lögfræðingar og í öllum stéttum. Þetta er samfélagsvandamál og þess vegna erum við hér af því að þetta er mjög stórt kerfisbundið vandamál sem við þurfum að vinna í saman,“ sagði Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachman. Hvers vegna gangið þið í dag? „Því ég er þolandi,“ sagði Inger Schoöth“ Hvaða þýðingu hefur gangan fyrir þig? „Þetta er bara stuðningur í allar áttir, ekki spurning. Við stöndum saman og við neitum þessu, við viljum ekki taka þátt í þessu lengur,“ sagði Inga. „Ég hef gengið hér síðustu fjögur ár með mömmu en við erum báðar brotaþolar. Stuðningurinn skiptir öllu máli,“ sagði Magdalena Katrín Sveinsdóttir „Við göngum í dag til þess að sýna samstöðu og taka afstöðu. Það er mjög mikilvægt að mæta hingað og taka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og sýna þessa samstöðu sem þarf í samfélaginu til að tækla þessi málefni,“ sögðu Auður Albertsdóttir og Sigyn Jónsdóttir. Druslugangan Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Druslugangan gengin í níunda sinn í dag Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis 27. júlí 2019 12:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Druslugangan var gengin í níunda sinn í dag. Skipuleggjendur göngunnar segja að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu frá því að gangan fór fyrst fram, en þó sé þörf á kerfisbreytingu. Þolendur segja stuðninginn, sem sýndur var í dag, mikilvægan. Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og er tilgangurinn meðal annars að skila skömm þolenda þangað sem hún á heima. Einn af stjórnendum göngunnar segir að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu en þörf sé á kerfisbreytingu. „Í ár erum við að leggja áherslu á það að þetta er í öllum samfélagshópum, gerendur eru alls staða og þetta eru fjölskyldumeðlimir, lögreglumenn, lögfræðingar og í öllum stéttum. Þetta er samfélagsvandamál og þess vegna erum við hér af því að þetta er mjög stórt kerfisbundið vandamál sem við þurfum að vinna í saman,“ sagði Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachman. Hvers vegna gangið þið í dag? „Því ég er þolandi,“ sagði Inger Schoöth“ Hvaða þýðingu hefur gangan fyrir þig? „Þetta er bara stuðningur í allar áttir, ekki spurning. Við stöndum saman og við neitum þessu, við viljum ekki taka þátt í þessu lengur,“ sagði Inga. „Ég hef gengið hér síðustu fjögur ár með mömmu en við erum báðar brotaþolar. Stuðningurinn skiptir öllu máli,“ sagði Magdalena Katrín Sveinsdóttir „Við göngum í dag til þess að sýna samstöðu og taka afstöðu. Það er mjög mikilvægt að mæta hingað og taka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og sýna þessa samstöðu sem þarf í samfélaginu til að tækla þessi málefni,“ sögðu Auður Albertsdóttir og Sigyn Jónsdóttir.
Druslugangan Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Druslugangan gengin í níunda sinn í dag Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis 27. júlí 2019 12:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Druslugangan gengin í níunda sinn í dag Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis 27. júlí 2019 12:30