Sumarið í glasinu Benedikt Bóas skrifar 29. júlí 2019 07:00 Ég nenni ekki að tuða. Það er búið að vera svo gott veður að mér er bara slétt sama um allt þetta ástand sem hér er. Ég ætla bara að bíða eftir að hitastigið fari örlítið neðar og jafnvel fyrsta snjókornið falli áður en maður setur í tuðgírinn. Finnst eins og fleiri séu í þessum pælingum. Nú er bara sól og sumar og dagdrykkja er í góðu lagi. Hún er bara orðin samþykkt sem er frábært enda fátt betra en að vera á góðum palli eða í góðum garði að drekka bjór eða vín og brenna aðeins á skallanum. Í frétt þessa blaðs um daginn kom líka í ljós að sala á hvítvíni, það sem af er ári, er um 6,5 prósentum meiri en í fyrra og sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. Enda hefur maður séð á samfélagsmiðlum að fólk er mikið að skála og gleðjast. Alveg sama hvaða dagur það er. Ég hlustaði á Sprengisand í gær þar sem þriðji orkupakkinn kom upp í umræðuna. Ég skipti bara um stöð, setti eitthvert sólarlag á og fór út í garð að reyta arfa. Oft eru svona pistlar á baksíðum blaða eftir einhverja ægilega besserwissera sem lesa þeim sem stjórna þessu landi pistilinn. Enda er það auðvelt. Flestir stjórnmálamenn og -konur eru frekar léleg í sínum störfum. En ég nenni ekki að pæla í því. Ekki núna. Ég meira að segja fagnaði bara örlítið rigningunni í gær. Hún var góð fyrir gróðurinn. Fyrir ári bölvaði ég þessum blessuðu dropum ekkert eðlilega mikið. Held að þessi sól hafi gert okkar þjóð bara ansi gott. Það er léttara yfir okkur sem betur fer því ferðamenn elska Ísland en þola ekki Íslendinga. Skál fyrir sumrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Ég nenni ekki að tuða. Það er búið að vera svo gott veður að mér er bara slétt sama um allt þetta ástand sem hér er. Ég ætla bara að bíða eftir að hitastigið fari örlítið neðar og jafnvel fyrsta snjókornið falli áður en maður setur í tuðgírinn. Finnst eins og fleiri séu í þessum pælingum. Nú er bara sól og sumar og dagdrykkja er í góðu lagi. Hún er bara orðin samþykkt sem er frábært enda fátt betra en að vera á góðum palli eða í góðum garði að drekka bjór eða vín og brenna aðeins á skallanum. Í frétt þessa blaðs um daginn kom líka í ljós að sala á hvítvíni, það sem af er ári, er um 6,5 prósentum meiri en í fyrra og sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. Enda hefur maður séð á samfélagsmiðlum að fólk er mikið að skála og gleðjast. Alveg sama hvaða dagur það er. Ég hlustaði á Sprengisand í gær þar sem þriðji orkupakkinn kom upp í umræðuna. Ég skipti bara um stöð, setti eitthvert sólarlag á og fór út í garð að reyta arfa. Oft eru svona pistlar á baksíðum blaða eftir einhverja ægilega besserwissera sem lesa þeim sem stjórna þessu landi pistilinn. Enda er það auðvelt. Flestir stjórnmálamenn og -konur eru frekar léleg í sínum störfum. En ég nenni ekki að pæla í því. Ekki núna. Ég meira að segja fagnaði bara örlítið rigningunni í gær. Hún var góð fyrir gróðurinn. Fyrir ári bölvaði ég þessum blessuðu dropum ekkert eðlilega mikið. Held að þessi sól hafi gert okkar þjóð bara ansi gott. Það er léttara yfir okkur sem betur fer því ferðamenn elska Ísland en þola ekki Íslendinga. Skál fyrir sumrinu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar