Sumarið í glasinu Benedikt Bóas skrifar 29. júlí 2019 07:00 Ég nenni ekki að tuða. Það er búið að vera svo gott veður að mér er bara slétt sama um allt þetta ástand sem hér er. Ég ætla bara að bíða eftir að hitastigið fari örlítið neðar og jafnvel fyrsta snjókornið falli áður en maður setur í tuðgírinn. Finnst eins og fleiri séu í þessum pælingum. Nú er bara sól og sumar og dagdrykkja er í góðu lagi. Hún er bara orðin samþykkt sem er frábært enda fátt betra en að vera á góðum palli eða í góðum garði að drekka bjór eða vín og brenna aðeins á skallanum. Í frétt þessa blaðs um daginn kom líka í ljós að sala á hvítvíni, það sem af er ári, er um 6,5 prósentum meiri en í fyrra og sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. Enda hefur maður séð á samfélagsmiðlum að fólk er mikið að skála og gleðjast. Alveg sama hvaða dagur það er. Ég hlustaði á Sprengisand í gær þar sem þriðji orkupakkinn kom upp í umræðuna. Ég skipti bara um stöð, setti eitthvert sólarlag á og fór út í garð að reyta arfa. Oft eru svona pistlar á baksíðum blaða eftir einhverja ægilega besserwissera sem lesa þeim sem stjórna þessu landi pistilinn. Enda er það auðvelt. Flestir stjórnmálamenn og -konur eru frekar léleg í sínum störfum. En ég nenni ekki að pæla í því. Ekki núna. Ég meira að segja fagnaði bara örlítið rigningunni í gær. Hún var góð fyrir gróðurinn. Fyrir ári bölvaði ég þessum blessuðu dropum ekkert eðlilega mikið. Held að þessi sól hafi gert okkar þjóð bara ansi gott. Það er léttara yfir okkur sem betur fer því ferðamenn elska Ísland en þola ekki Íslendinga. Skál fyrir sumrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Ég nenni ekki að tuða. Það er búið að vera svo gott veður að mér er bara slétt sama um allt þetta ástand sem hér er. Ég ætla bara að bíða eftir að hitastigið fari örlítið neðar og jafnvel fyrsta snjókornið falli áður en maður setur í tuðgírinn. Finnst eins og fleiri séu í þessum pælingum. Nú er bara sól og sumar og dagdrykkja er í góðu lagi. Hún er bara orðin samþykkt sem er frábært enda fátt betra en að vera á góðum palli eða í góðum garði að drekka bjór eða vín og brenna aðeins á skallanum. Í frétt þessa blaðs um daginn kom líka í ljós að sala á hvítvíni, það sem af er ári, er um 6,5 prósentum meiri en í fyrra og sala á freyðivíni og kampavíni hefur aukist um 30 prósent. Enda hefur maður séð á samfélagsmiðlum að fólk er mikið að skála og gleðjast. Alveg sama hvaða dagur það er. Ég hlustaði á Sprengisand í gær þar sem þriðji orkupakkinn kom upp í umræðuna. Ég skipti bara um stöð, setti eitthvert sólarlag á og fór út í garð að reyta arfa. Oft eru svona pistlar á baksíðum blaða eftir einhverja ægilega besserwissera sem lesa þeim sem stjórna þessu landi pistilinn. Enda er það auðvelt. Flestir stjórnmálamenn og -konur eru frekar léleg í sínum störfum. En ég nenni ekki að pæla í því. Ekki núna. Ég meira að segja fagnaði bara örlítið rigningunni í gær. Hún var góð fyrir gróðurinn. Fyrir ári bölvaði ég þessum blessuðu dropum ekkert eðlilega mikið. Held að þessi sól hafi gert okkar þjóð bara ansi gott. Það er léttara yfir okkur sem betur fer því ferðamenn elska Ísland en þola ekki Íslendinga. Skál fyrir sumrinu.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar