Herra Hnetusmjör opnar sendiráð Kópavogs í Austurstræti Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 14:10 Rapparinn Herra Hnetusmjör. FBL/ERNIR „Þetta verður eins og að stíga inn í hausinn á mér,“ segir rapparinn Herra Hnetusmjör sem vinnur nú að því að opna nýjan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sem mun heita 203. „Þetta er sendiráð Kópavogs í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Herra Hnetusmjör en 203 er vísun í póstnúmer í Kópavogi. Skemmtistaðurinn verður í Austurstræti 3. Í Austurstræti 3 er að finna veitingastaðinn Kebabhúsið en skemmtistaðurinn 203 verður á annarri og þriðju hæð hússins og stendur til að innrétta staðinn eins og Herra Hnetusmjör vill hafa hann. „Þetta verður bara stemning. Þarna verður tónlist sem ég fíla, svokallað versace hip-hop. Þessi staður verður 2019,“ segir Herra Hnetusmjör.Staðurinn verður fyrir Kebabhúsið í Austurstræti.ja.isHann sér fram á að frumsýna öll sín myndbönd á þessum stað og lagði mikla áherslu á við hönnun hans að þar inni yrði gott svið fyrir listamenn til að koma fram. Á Herra Hnetusmjör von á að staðurinn opni í lok sumars, en vill þó engu lofa á þessari stundu. Hann stendur þó ekki einn í þessu viðskiptaævintýri heldur er hann að eigin sögn með góða fjárfesta með sér. Herra Hnetusmjör tilkynnti um þennan nýja stað í laginu Vitleysan eins sem hann gaf út nýverið og er með 50 þúsund spilanir á Spotify þegar þetta er skrifað.Fregnir hafa borist af veitingamönnum í miðbæ Reykjavíkur sem hafa kvartað undan þungum rekstri undanfarin misseri. Herra Hnetusmjör hefur þó engar áhyggjur. „Það eru líka fullt af listamönnum sem tala um hvað það sé erfitt að lifa á því að vera listamaður. Þannig að ég hef engar áhyggjur.“ Skemmtistaðurinn Prikið hefur hingað til verið samkomustaður unnenda hip hop tónlistar en Herra Hnetusmjör segir Reykjavík nógu stóra fyrir tvo slíka staði. „Prikið er legendary staður og ég hef ekkert nema gott um hann að segja.“ Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
„Þetta verður eins og að stíga inn í hausinn á mér,“ segir rapparinn Herra Hnetusmjör sem vinnur nú að því að opna nýjan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sem mun heita 203. „Þetta er sendiráð Kópavogs í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Herra Hnetusmjör en 203 er vísun í póstnúmer í Kópavogi. Skemmtistaðurinn verður í Austurstræti 3. Í Austurstræti 3 er að finna veitingastaðinn Kebabhúsið en skemmtistaðurinn 203 verður á annarri og þriðju hæð hússins og stendur til að innrétta staðinn eins og Herra Hnetusmjör vill hafa hann. „Þetta verður bara stemning. Þarna verður tónlist sem ég fíla, svokallað versace hip-hop. Þessi staður verður 2019,“ segir Herra Hnetusmjör.Staðurinn verður fyrir Kebabhúsið í Austurstræti.ja.isHann sér fram á að frumsýna öll sín myndbönd á þessum stað og lagði mikla áherslu á við hönnun hans að þar inni yrði gott svið fyrir listamenn til að koma fram. Á Herra Hnetusmjör von á að staðurinn opni í lok sumars, en vill þó engu lofa á þessari stundu. Hann stendur þó ekki einn í þessu viðskiptaævintýri heldur er hann að eigin sögn með góða fjárfesta með sér. Herra Hnetusmjör tilkynnti um þennan nýja stað í laginu Vitleysan eins sem hann gaf út nýverið og er með 50 þúsund spilanir á Spotify þegar þetta er skrifað.Fregnir hafa borist af veitingamönnum í miðbæ Reykjavíkur sem hafa kvartað undan þungum rekstri undanfarin misseri. Herra Hnetusmjör hefur þó engar áhyggjur. „Það eru líka fullt af listamönnum sem tala um hvað það sé erfitt að lifa á því að vera listamaður. Þannig að ég hef engar áhyggjur.“ Skemmtistaðurinn Prikið hefur hingað til verið samkomustaður unnenda hip hop tónlistar en Herra Hnetusmjör segir Reykjavík nógu stóra fyrir tvo slíka staði. „Prikið er legendary staður og ég hef ekkert nema gott um hann að segja.“
Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira