Erlent

Biden vill fækka fangelsunum um meira en helming

Sylvía Hall skrifar
Biden er ansi sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins.
Biden er ansi sigurstranglegur í forvali Demókrataflokksins. Vísir/Getty
Á fundi í Suður-Karólínuríki um helgina sat Joe Biden, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, fyrir svörum. Aðspurður hvort hann væri tilbúinn til þess að fækka fangelsunum í landinu um helming sagðist hann vera tilbúinn að ganga lengra en það.

Í myndbandi sem birt var á vef Buzzfeed má sjá kjósanda frá samtökunum American Civil Liberties Union (ACLU) spyrja Biden hvort hann hygðist stefna að því að fækka fangelsunum um helming í landinu nái hann kjöri. Sjálfur sagðist Biden geta gengið lengra en það.

„Meira en það, við getum fækkað þeim meira en það,“ svaraði Biden.

Svar Biden er ekki alveg í samræmi við fyrra svar hans þegar annar ACLU kjósandi spurði sambærilegrar á stuðningsmannafundi í Concord í New Hampshire. Sá kjósandi spurði hvort hann vildi fækka föngum um helming í fangelsum landsins og svaraði hann að hann myndi ekki vilja stefna að ákveðinni prósentutölu.

„Það eru vissar aðstæður þar sem fólk á að vera á bak við lás og slá því þau hafa í raun og veru framið svívirðilega glæpi og eru ógn við samfélagið,“ sagði Biden. Honum þætti mikilvægt að endurskoða réttarkerfið en bætti við að það væri órökrétt af honum að lofa svo stórum breytingum upp á sitt einsdæmi.


Tengdar fréttir

Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum

Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×