Alveg ljóst að fleiri konur verði sóttar til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 12:45 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, er einn stofnenda Málfrelsissjóðsins. Fréttablaðið/pjetur Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni. Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni.
Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05
Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57