Alveg ljóst að fleiri konur verði sóttar til saka Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 12:45 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, er einn stofnenda Málfrelsissjóðsins. Fréttablaðið/pjetur Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni. Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Aðstandendur Málfrelsissjóðsins, sem ætlaður er konum sem kunna að vera dæmdar fyrir ummæli í tengslum við kynbundið ofbeldi, segjast himinlifandi eftir að söfnunartakmark upp á nær þrjár milljónir náðist í gær. Einn stofnenda segir upphæðina þó ekki einu sinni duga fyrir þeim málum sem þegar hefur verið dæmt í.Málfrelsissjóðnum er ætlað að standa straum af málsvarnarkostnaði og mögulegum skaðabótum sem konur kunna að vera dæmdar til að greiða ef þær tjá sig um kynbundið ofbeldi á opinberum vettvangi. Söfnuninni var hrint af stað á Karolinafund í síðasta mánuði eftir að Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla vegna Hlíðamálsins svokallaða.Sjá einnig: „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ Í gær náðist 20 þúsund evra söfnunartakmark í sjóðinn og stendur hann því í tæpum þremur milljónum íslenskra króna. Sóley Tómasdóttir einn stofnenda sjóðsins segir aðstandendur hans himinlifandi með áfangann. „Við erum ofboðslega þakklátar fyrir þann samtakamátt og þann stuðning sem við höfum fundið í þessu. Þetta er auðvitað ekki stuðningur við okkur heldur við konur og við þolendur og við jaðarsetta hópa. Og það skiptir gríðarlega miklu máli að samfélagið sé tilbúið að taka á þessum málum í sameiningu.“Dekkar ekki einu sinni málin sem þegar hefur verið dæmt í Sóley segir þó að milljónirnar séu aðeins dropi í hafið - enn þurfi mikið til. „Sú upphæð mun ekki ná til að dekka þær bætur sem þegar hafa verið dæmdar. Það er alveg ljóst að það eru fleiri málsóknir í uppsiglingu og það eru mjög margar konur sem langar til að tala en hafa aldrei þorað það af ótta við málsóknir,“ segir Sóley. „Þannig að það er alveg ljóst að með tilurð þessa sjóðs, og ef hann verður raunverulega stór og öflugur bakhjarl fyrir konur eða þolendur sem vilja tala, þá getum við opnað á að samfélagið heyri raunverulega þær sögur sem það þarf að heyra til þess að geta tekið á þeim vanda sem nauðgunarmenning er í samfélaginu.“ Sjóðurinn verður formlega stofnaður þegar söfnun lýkur eftir ellefu daga. Þá á einnig eftir að semja úthlutunarreglur en enn er hægt að leggja sjóðnum lið inni á söfnunarsíðunni.
Dómsmál Hlíðamálið Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05 Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
„Það er einfaldlega stórhættulegt fyrir okkur að tala um þetta ofbeldi“ „Ég verð sjálf skíthrædd, miðað við þennan dóm veit ég ekki hversu frjálst ríkið er,“ segir Anna Lotta Michaelsdóttir einn stofnenda Málfrelsissjóðs sem stofnaður var í dag í þágu þeirra sem tjá sig um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 14:05
Stofna sjóð til að draga úr hræðslu kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi. 21. júní 2019 10:57