Námslán hjá Framtíðinni heyra fortíðinni til Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2019 09:15 Valgerður Halldórsdóttir. Framtíðin Fjártæknifyrirtækið Framtíðin hefur ákveðið að hætta að veita námslán. Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hún segir um að ræða áherslubreytingar eftir kaup Kviku banka á GAMMA en þrátt fyrir það hafi reksturinn í kringum námslánin gengið mjög vel. Framtíðin er í eigu sjóða sem eru í rekstri fjármálafyrirtækisins GAMMA sem Kvika keypti á síðasta ári. Framtíðin var kynnt til leiks sem námslánasjóður árið 2015 og veitti námsmönnum hvort sem er framfærslu- eða skólagjaldalán. Sjóðurinn áætlaði að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári, bæði til háskólanáms á Íslandi og erlendri grundu. Starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu var einnig lánshæft.Gjöld og vextir á heimasíðu Framtíðarinnar.Plön um lán fyrir meistaranámi með vinnu úr sögunni Kona nokkur hafði samband við Vísi þar sem hún hugðist fara í meistaranám með vinnu á næsta ári. Möguleikar á námsláni hjá LÍN með fullri vinnu eru litlir svo hún hugðist leita til Framtíðarinnar. Þegar hringt er í símanúmerið sem gefið er upp á vefsíðu Framtíðarinnar er ekki gefinn kostur á að ræða við nokkurn heldur aðeins að senda fyrirspurn á netfang Framtíðarinnar. Eftirfarandi svar barst: „Góðan dag, síðustu vikur og mánuði hafa verið miklar breytingar í farvatninu hjá Framtíðinni. Hluti af þessum breytingum eru breyttar áherslur þar sem ákveðið hefur verið að þrengja lánaúrval fyrirtækisins og lána eingöngu lán til fasteignakaupa. Þar af leiðandi þurfum við því miður að tilkynna þér að hætt hefur verið að veita námslán.“ Heimasíða Framtíðarinnar hefur þó ekki tekið tillit til þessara breytinga. Þar má enn sjá verðskrá fyrir námslán, hvort sem er með verðtryggðum eða óverðtryggðum vöxtum, og tilheyrandi gjöld.Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku.KvikaNý stjórn hjá Framtíðinni Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, segir í samtali við Vísi að horfið hafi verið frá námslánum þegar kaup Kviku á GAMMA voru samþykkt. Hún taldi að þær upplýsingar lægju fyrir á heimasíðunni en blaðamanni reyndist ómögulegt að finna þær. Vala upplýsir að skipt hafi verið um stjórn í Framtíðinni í síðustu viku. Máni Atlason, héraðsdómslögmaður sem starfar á lögfræðisviði Kviku, er orðinn stjórnarformaður og situr í nýskipaðri stjórn ásamt Völu og Leifi Þorbergssyni, sérfræðingi á fyrirtækjasviði bankans. Hlíf Sturludóttir, fráfarandi stjórnarformaður, hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann í dag um stöðu mála. Vísaði hún öllum spurningum á Kviku. Hlíf kynnti námslánin í viðtali í Fréttablaðinu í febrúar 2015 og vöktu þau mikla athygli. Hlíf sagði á sínum tíma að til stæði að fjármagna Framtíðina í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. „Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN.Hlíf Sturludóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Framtíðarinnar, kynnti Framtíðina til leiks á sínum tíma.Fréttablaðið/GVAÁherslubreytingar við flutning til Kviku Framkvæmdastjórinn Vala segir áherslubreytingarnar hafa orðið á starfsemi Framtíðarinnar við flutninginn yfir til Kviku. „Við erum að fara að leggja ríkari áherslu á húsnæðislán og brúarlán, sem hafa gengið afar vel,“ segir Vala. Aðspurð hvort námslánastarfsemin hafi ekki gengið nógu vel er Vala snögg til svars. „Þvert á móti, þetta gekk mjög vel. Við höfum lánað fleiri hundruð námsmönnum,“ segir Vala og minnir á að fjöldi fólks sé með námslán hjá Framtíðinni þótt fleiri verði ekki veitt. Aðspurð hvort það sé ekki skrýtið að hætta að veita námslán fyrst sá bransi gangi svo vel ítrekar hún áherslubreytingar með flutningnum til Kviku. „Húsnæðislán eru náttúrulega lán með veði og allt annars eðlis en námslán. Ólíkar vörur skulum við segja. Við erum að einfalda vöruframboðið.“ Framtíðin hækkað hlutafé sitt um 12,5 milljónir að nafnvirði á síðasta ári, úr 70 í 82,5 milljónir króna. Við það tilefni sagði Vala í viðtali við Viðskiptablaðið að hlutafjárhækkunin hefði verið gerð til að styrkja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. „Við erum búin að bæta nýjum vörum við vöruúrval okkar á árinu og auk þess eru fleiri vörur í farvatninu. Það hefur verið gífurlegur vöxtur hjá okkur og því var ákveðið að hækka hlutaféð," sagði Vala í júlí 2018.Uppfært klukkan 12:37:Framtíðin vill koma á framfæri þessari tilkynningu á vef félagsins um breytt lánaframboð en blaðamanni tókst ekki að finna tilkynninguna þrátt fyrir ítarlega leit. GAMMA Námslán Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fjártæknifyrirtækið Framtíðin hefur ákveðið að hætta að veita námslán. Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hún segir um að ræða áherslubreytingar eftir kaup Kviku banka á GAMMA en þrátt fyrir það hafi reksturinn í kringum námslánin gengið mjög vel. Framtíðin er í eigu sjóða sem eru í rekstri fjármálafyrirtækisins GAMMA sem Kvika keypti á síðasta ári. Framtíðin var kynnt til leiks sem námslánasjóður árið 2015 og veitti námsmönnum hvort sem er framfærslu- eða skólagjaldalán. Sjóðurinn áætlaði að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári, bæði til háskólanáms á Íslandi og erlendri grundu. Starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu var einnig lánshæft.Gjöld og vextir á heimasíðu Framtíðarinnar.Plön um lán fyrir meistaranámi með vinnu úr sögunni Kona nokkur hafði samband við Vísi þar sem hún hugðist fara í meistaranám með vinnu á næsta ári. Möguleikar á námsláni hjá LÍN með fullri vinnu eru litlir svo hún hugðist leita til Framtíðarinnar. Þegar hringt er í símanúmerið sem gefið er upp á vefsíðu Framtíðarinnar er ekki gefinn kostur á að ræða við nokkurn heldur aðeins að senda fyrirspurn á netfang Framtíðarinnar. Eftirfarandi svar barst: „Góðan dag, síðustu vikur og mánuði hafa verið miklar breytingar í farvatninu hjá Framtíðinni. Hluti af þessum breytingum eru breyttar áherslur þar sem ákveðið hefur verið að þrengja lánaúrval fyrirtækisins og lána eingöngu lán til fasteignakaupa. Þar af leiðandi þurfum við því miður að tilkynna þér að hætt hefur verið að veita námslán.“ Heimasíða Framtíðarinnar hefur þó ekki tekið tillit til þessara breytinga. Þar má enn sjá verðskrá fyrir námslán, hvort sem er með verðtryggðum eða óverðtryggðum vöxtum, og tilheyrandi gjöld.Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku.KvikaNý stjórn hjá Framtíðinni Vala Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Framtíðarinnar, segir í samtali við Vísi að horfið hafi verið frá námslánum þegar kaup Kviku á GAMMA voru samþykkt. Hún taldi að þær upplýsingar lægju fyrir á heimasíðunni en blaðamanni reyndist ómögulegt að finna þær. Vala upplýsir að skipt hafi verið um stjórn í Framtíðinni í síðustu viku. Máni Atlason, héraðsdómslögmaður sem starfar á lögfræðisviði Kviku, er orðinn stjórnarformaður og situr í nýskipaðri stjórn ásamt Völu og Leifi Þorbergssyni, sérfræðingi á fyrirtækjasviði bankans. Hlíf Sturludóttir, fráfarandi stjórnarformaður, hafði engan áhuga á að ræða við blaðamann í dag um stöðu mála. Vísaði hún öllum spurningum á Kviku. Hlíf kynnti námslánin í viðtali í Fréttablaðinu í febrúar 2015 og vöktu þau mikla athygli. Hlíf sagði á sínum tíma að til stæði að fjármagna Framtíðina í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. „Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN.Hlíf Sturludóttir, fyrrverandi stjórnarformaður Framtíðarinnar, kynnti Framtíðina til leiks á sínum tíma.Fréttablaðið/GVAÁherslubreytingar við flutning til Kviku Framkvæmdastjórinn Vala segir áherslubreytingarnar hafa orðið á starfsemi Framtíðarinnar við flutninginn yfir til Kviku. „Við erum að fara að leggja ríkari áherslu á húsnæðislán og brúarlán, sem hafa gengið afar vel,“ segir Vala. Aðspurð hvort námslánastarfsemin hafi ekki gengið nógu vel er Vala snögg til svars. „Þvert á móti, þetta gekk mjög vel. Við höfum lánað fleiri hundruð námsmönnum,“ segir Vala og minnir á að fjöldi fólks sé með námslán hjá Framtíðinni þótt fleiri verði ekki veitt. Aðspurð hvort það sé ekki skrýtið að hætta að veita námslán fyrst sá bransi gangi svo vel ítrekar hún áherslubreytingar með flutningnum til Kviku. „Húsnæðislán eru náttúrulega lán með veði og allt annars eðlis en námslán. Ólíkar vörur skulum við segja. Við erum að einfalda vöruframboðið.“ Framtíðin hækkað hlutafé sitt um 12,5 milljónir að nafnvirði á síðasta ári, úr 70 í 82,5 milljónir króna. Við það tilefni sagði Vala í viðtali við Viðskiptablaðið að hlutafjárhækkunin hefði verið gerð til að styrkja áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. „Við erum búin að bæta nýjum vörum við vöruúrval okkar á árinu og auk þess eru fleiri vörur í farvatninu. Það hefur verið gífurlegur vöxtur hjá okkur og því var ákveðið að hækka hlutaféð," sagði Vala í júlí 2018.Uppfært klukkan 12:37:Framtíðin vill koma á framfæri þessari tilkynningu á vef félagsins um breytt lánaframboð en blaðamanni tókst ekki að finna tilkynninguna þrátt fyrir ítarlega leit.
GAMMA Námslán Neytendur Skóla - og menntamál Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira