Bjóða námslán til viðbótar við LÍN Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Hlíf Sturludóttir segir að Framtíðin muni bjóða upp á tvær tegundir námslána, óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðtryggð lán. Fréttablaðið/GVA Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Stofnaður hefur verið námslánasjóður sem háskólanemar geta sótt í. Sjóðurinn ber heitið Framtíðin. Stjórnarformaður sjóðsins, Hlíf Sturludóttir, segir að sjóðurinn geti verið góð leið til fjármögnunar fyrir fólk sem annars á í erfiðleikum með að komast í nám. Til dæmis þegar tekjuviðmið LÍN eða hámörk á skólagjaldalánum skerða möguleika þeirra. „Við vitum að fjárfesting í menntun er til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Það er afar jákvætt ef fleiri komast í nám sem mun nýtast þeim og samfélaginu enda eflum við samkeppnishæfni Íslands með aukinni menntun,“ segir Hlíf. Framtíðin veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Allir námsmenn sem ætla í háskólanám á Íslandi eða á erlendri grundu geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. Annað nám á Íslandi sem einnig er lánshæft er starfsnám, endurmenntun og nám með vinnu. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári. Hlíf segir námsmenn sem nú þegar eru með lán hjá LÍN einnig geta sótt um námslán hjá Framtíðinni. „Námslán frá LÍN er afar góður kostur fyrir námsmenn og við hvetjum alla til að sækja um lán hjá þeim fyrst. Aðstæður námsmanna í háskólanámi geta þó verið býsna ólíkar og því hentar ekki sama leiðin öllum þegar kemur að því að fjármagna nám. Námslán hjá Framtíðinni gæti til dæmis komið til greina fyrir fjölskyldufólk sem er á leið til útlanda í kostnaðarsamt framhaldsnám. Þá eru líka fjölmargir sem hafa hug á að mennta sig eftir nokkur ár á vinnumarkaði eða stunda nám meðfram vinnu. Í þeim tilvikum fá námsmenn ekki full lán frá LÍN og gætu því námslán frá Framtíðinni verið kostur,“ segir Hlíf. Það eru skuldabréfasjóðir í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA sem fjármagna Framtíðina í upphafi en síðar er stefnt að fjármögnun í gegnum skuldabréfaútgáfur í kauphöll. Eigendur skuldabréfasjóðanna eru öflugir stofnanafjárfestar eins og lífeyrissjóðir og tryggingafélög, ásamt eignastýringum og almennum fjárfestum. „Við lítum á Framtíðina sem jákvæða viðbót við þau fjölmörgu verkefni sem skuldabréfasjóðir í stýringu hjá GAMMA hafa komið að en sjóðirnir hafa m.a. komið að fjármögnun í sjávarútvegi, orkugeiranum, fasteignamarkaði, hugbúnaðargerð, kvikmyndagerð o.fl.,“ segir Hlíf. „Framtíðin er alls ekki í samkeppni við LÍN. Við erum miklu frekar að auka þá möguleika sem í boði eru fyrir námsmenn og þar með að mæta þeim óskum sem við höfum heyrt frá háskólanemum á síðustu árum um skólagjaldalán vegna kostnaðarsams náms erlendis, aukna grunnframfærslu, möguleika á námi með vinnu og því að fara í háskólanám eftir nokkur ár á vinnumarkaði. Við trúum því að það sé mikil eftirspurn eftir þjónustu á borð við þá sem Framtíðin veitir,“ segir Hlíf varðandi það hvort námslánasjóður eins og Framtíðin geti spjarað sig í samkeppni við LÍN. Framtíðin mun bjóða upp á tvær tegundir námslána, annars vegar óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og hins vegar verðtryggð lán með föstum vöxtum. Vextir taka mið af vaxtatöflu Framtíðarinnar hverju sinni. Þeir eru núna 8,75% á óverðtryggðum lánum og 6,45% á verðtryggðum lánum, en á meðan námsmaðurinn er enn í námi eru þeir einu prósentustigi hærri. Sjóðurinn áætlar að veita nokkur hundruð námsmönnum lán á ári.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira