Reyndi að stinga mann með stórum eldhúshníf en fékk að kenna á hafnaboltakylfu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 13:25 Maðurinn er undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Vísir/vilhelm Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Landsréttur staðfesti á fimmtudag farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að hafa ógnað manni með hníf fyrir utan söluturn í Reykjavík. Sá síðarnefndi lamdi hnífamanninn um hæl með hafnaboltakylfu í höfuðið. Í úrskurði héraðsdóms frá 8. júlí segir að lögreglu hafi borist tilkynning um mann sem hafði verið laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið fyrir utan söluturninn. Þegar lögregla kom á staðinn voru þar fyrir tveir menn en sá með hafnaboltakylfuna sagði kærða hafa hótað fjölskyldu hans og ógnað sér með hníf. Lögregla fann kærða sitjandi á bekk fyrir utan húsið þar sem sjúkralið var að hlúa að honum. Kvað kærði að menn hefðu veist að sér með hafnaboltakylfu og hann hafi verið með hníf með sér og haldið á honum þegar mennirnir komu. Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu sýndu þó að kærði hefði komið hlaupandi með stóran eldhúshníf á móti manninum sem hélt á hafnaboltakylfunni og reyndi að stinga hann í tvígang, en hann komst undan. Haft er eftir kærða í úrskurði frá 8. júlí að hann hafi verið hér á landi í tíu daga og kvaðst hann Búsettur í Bandaríkjunum. Samkvæmt vegabréfi mannsins hafði hann komið hingað til lands í gegnum Varsjá í Póllandi og kvaðst hann hafa komið til að hitta fjölskyldu sína. Í úrskurði segir jafnframt að maðurinn sé undir rökstuddum grun um tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og eftir atvikum manndrápstilraun. Þá virðist sem hending hafi ráðið að hnífurinn hafi ekki farið í kviðinn á manninum sem kærði reyndi að stinga. Það sé því nauðsynlegt að kærði sæti farbanni svo hægt sé að ljúka rannsókn. Var maðurinn því úrskurðaður í farbann til föstudagsins 2. ágúst næstkomandi, sem Landsréttur staðfesti. Úrskurð Landsréttar má finna hér.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira