Körfubolti

Engin vandræði gegn Írum á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Smári var stigahæstur í íslenska liðinu gegn Írlandi.
Hilmar Smári var stigahæstur í íslenska liðinu gegn Írlandi. vísir/bára
Ísland vann öruggan sigur á Írlandi, 85-61, í öðrum leik sínum í A-riðli á EM U-20 ára í körfubolta karla í dag.

Íslendingar leiddu allan tímann í leiknum og náðu mest 29 stiga forskoti. Staðan í hálfleik var 46-27, Íslandi í vil.

Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Íslendinga með 18 stig. Arnór Sveinsson skoraði 16 stig og Bjarni Guðmann Jónsson var með tólf stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar.

Hilmar Pétursson og Björn Ásgeir Ásgeirsson skoruðu tíu stig hvor. Tíu af tólf leikmönnum Íslands komust á blað í leiknum.

Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi, 79-74, í gær. Næsti leikur íslenska liðsins er gegn því rússneska á morgun. Rússar rústuðu Írum, 48-124, í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×