Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 22:18 Birkir Bjarnason kunni vel við sig í Frakklandi. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Á morgun, þriðjudag, mæta strákarnir okkar ógnarsterku liði Frakklands í undankeppni HM karla í knattspyrnu sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Leikurinn fer fram í París. Eftir frábæran sigur gegn Aserbaísjan í 1. umferð undankeppninnar er ákveðin bjartsýni fyrir leikinn í höfuðborg Frakklands annað kvöld. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hvorki Albert Guðmundsson né Orri Steinn Óskarsson séu með. Eða þá að síðustu tveir mótsleikir liðanna í París hafa endað með 4-0 og 5-2 sigri Frakklands. Ef við horfum í vináttulandsleiki hefur Ísland hins vegar hent frá sér tveggja marka forystu í tvígang frá árinu 2012. Ísland heimsótti París í undankeppni EM 2020. Þar var um leik kattarins að músinni að ræða en heimamenn, þáverandi heimsmeistarar, unnu gríðarlega öruggan 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Oliver Giroud og Samuel Umtiti. Reikna má með að Mbappé komi við sögu á morgun en hann skoraði annað mark Frakklands í 2-0 sigrinum á Úkraínu í 1. umferð undankeppninnar. Mótsleikurinn á undan þeim leik var hið fræga 5-2 tap í 8-liða úrslitum á EM 2016 sem fram fór í Frakklandi. Þar komst Frakkland í 4-0 snemma leiks áður en Ísland klóraði í bakkann. Ef við horfum hins vegar í leik sem fór fram haustið 2018 þá gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli. Birkir Bjarnason og Kári Árnason komu Íslandi óvænt 2-0 yfir í þeim leik. Hólmar Örn Eyjólfsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og að sjálfsögðu jafnaði Mbappé á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það sem gerði jafnteflið hér að ofan enn súrara var að vorið 2012 hafði Ísland einnig komist 2-0 yfir. Birkir og Kolbeinn Sigþórsson með mörkin að þessu sinni. Tvíeykið var einnig á skotskónum í 5-2 tapinu á EM fjórum árum síðar. Hvað leikinn 2012 varðar þá minnkaði Mathieu Debuchy muninn áður en Franck Ribéry jafnaði metin á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Adil Rami sigurmark Frakklands, lokatölur 3-2 heimamönnum í vil. Það er því ljóst að ekki má fagna um og of komist Ísland yfir snemma leiks í París annað kvöld. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Eftir frábæran sigur gegn Aserbaísjan í 1. umferð undankeppninnar er ákveðin bjartsýni fyrir leikinn í höfuðborg Frakklands annað kvöld. Það er þó erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hvorki Albert Guðmundsson né Orri Steinn Óskarsson séu með. Eða þá að síðustu tveir mótsleikir liðanna í París hafa endað með 4-0 og 5-2 sigri Frakklands. Ef við horfum í vináttulandsleiki hefur Ísland hins vegar hent frá sér tveggja marka forystu í tvígang frá árinu 2012. Ísland heimsótti París í undankeppni EM 2020. Þar var um leik kattarins að músinni að ræða en heimamenn, þáverandi heimsmeistarar, unnu gríðarlega öruggan 4-0 sigur. Mörkin skoruðu þeir Antoine Griezmann, Kylian Mbappé, Oliver Giroud og Samuel Umtiti. Reikna má með að Mbappé komi við sögu á morgun en hann skoraði annað mark Frakklands í 2-0 sigrinum á Úkraínu í 1. umferð undankeppninnar. Mótsleikurinn á undan þeim leik var hið fræga 5-2 tap í 8-liða úrslitum á EM 2016 sem fram fór í Frakklandi. Þar komst Frakkland í 4-0 snemma leiks áður en Ísland klóraði í bakkann. Ef við horfum hins vegar í leik sem fór fram haustið 2018 þá gerðu þjóðirnar 2-2 jafntefli. Birkir Bjarnason og Kári Árnason komu Íslandi óvænt 2-0 yfir í þeim leik. Hólmar Örn Eyjólfsson varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar fjórar mínútur voru til leiksloka og að sjálfsögðu jafnaði Mbappé á lokamínútu venjulegs leiktíma. Það sem gerði jafnteflið hér að ofan enn súrara var að vorið 2012 hafði Ísland einnig komist 2-0 yfir. Birkir og Kolbeinn Sigþórsson með mörkin að þessu sinni. Tvíeykið var einnig á skotskónum í 5-2 tapinu á EM fjórum árum síðar. Hvað leikinn 2012 varðar þá minnkaði Mathieu Debuchy muninn áður en Franck Ribéry jafnaði metin á 85. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Adil Rami sigurmark Frakklands, lokatölur 3-2 heimamönnum í vil. Það er því ljóst að ekki má fagna um og of komist Ísland yfir snemma leiks í París annað kvöld. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira