Djokovic sigurvegari eftir sögulegan úrslitaleik á Wimbledon Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júlí 2019 18:24 Novak Djokovic vann sinn fimmta sigur á Wimbledon í dag vísir/getty Novak Djokovic er sigurvegari á Wimbledonmótinu eftir bráðabana í sögulegum úrslitaleik við Roger Federer. Djokovic var ríkjandi meistari á Wimbledon og er titillinn sá fimmti sem Serbinn vinnur á mótinu og sextándi risatitillinn á ferlinum. Serbinn þurfti bráðabana til þess að vinna fyrsta settið áður en Roger Federer tók annað settið örugglega 1-6. Aftur tók bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara í þriðja setti, það fór til Djokovic. Federer tryggði oddasett með 4-6 sigri í fjórða settinu. Oddasettið var gífurlega jafnt. Ekki er gripið til bráðabana í oddasettinu fyrr en er orðið jafnt 12-12 og er það nokkuð ný regla, áður fyrr var leikið til þrautar. Eftir stöðuna 6-6 náði hvorugur að tryggja sér tveggja leikja forystuna sem þarf til að vinna settið og fór leikurinn alla leið í bráðabana, í fyrsta skipti á Wimbledon sem þarf að nota bráðabana í úrslitasettinu. Djokovic tók forystuna í bráðabananum og vann hann að lokum 7-3 eftir að Federer skóflaði boltanum hátt upp í loft og út fyrir. Djokovic fékk því að lyfta bikarnum eftir 7-6 (7-5) 1-6 7-6 (7-4) 4-6 13-12 (7-3) sigur. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 57 mínútur sem er lengsti úrslitaleikur sögunnar, lengsti leikur Wimbledon fyrir daginn í dag var viðureign Rafael Nadal og Roger Federer árið 2008, fjórar klukkustundir og 48 mínútur. Bretland England Serbía Tennis Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Novak Djokovic er sigurvegari á Wimbledonmótinu eftir bráðabana í sögulegum úrslitaleik við Roger Federer. Djokovic var ríkjandi meistari á Wimbledon og er titillinn sá fimmti sem Serbinn vinnur á mótinu og sextándi risatitillinn á ferlinum. Serbinn þurfti bráðabana til þess að vinna fyrsta settið áður en Roger Federer tók annað settið örugglega 1-6. Aftur tók bráðabana til þess að skera úr um sigurvegara í þriðja setti, það fór til Djokovic. Federer tryggði oddasett með 4-6 sigri í fjórða settinu. Oddasettið var gífurlega jafnt. Ekki er gripið til bráðabana í oddasettinu fyrr en er orðið jafnt 12-12 og er það nokkuð ný regla, áður fyrr var leikið til þrautar. Eftir stöðuna 6-6 náði hvorugur að tryggja sér tveggja leikja forystuna sem þarf til að vinna settið og fór leikurinn alla leið í bráðabana, í fyrsta skipti á Wimbledon sem þarf að nota bráðabana í úrslitasettinu. Djokovic tók forystuna í bráðabananum og vann hann að lokum 7-3 eftir að Federer skóflaði boltanum hátt upp í loft og út fyrir. Djokovic fékk því að lyfta bikarnum eftir 7-6 (7-5) 1-6 7-6 (7-4) 4-6 13-12 (7-3) sigur. Leikurinn stóð yfir í fjórar klukkustundir og 57 mínútur sem er lengsti úrslitaleikur sögunnar, lengsti leikur Wimbledon fyrir daginn í dag var viðureign Rafael Nadal og Roger Federer árið 2008, fjórar klukkustundir og 48 mínútur.
Bretland England Serbía Tennis Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira