Varaforsetinn ver aðstæður barna og fjölskyldna á landamærastöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 23:49 Í bakgrunni þessarar myndar má sjá dýnurnar sem fólk í innflytjendabúðum sefur á. Twitter Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, birti í gær tíst þar sem hann varði þær aðstæður sem börn og fjölskyldur í landamærastöðvum víðs vegar um Bandaríkin búa við. Segir hann „berskjaldaðar fjölskyldur“ sem dvelji í slíkum búðum fá „alúðlega meðferð“ frá bandarísku þjóðinni. Í einu tísti sem varaforsetinn birti eru tvær myndir þar sem hann virðist eiga einhver samskipti við börn sem dvelja á einni slíkri stöð.Rather than broadcast the full story, showing the compassionate care the American people are providing to vulnerable families, tonight CNN only played video of men in the temporary facility and didn’t play any footage of the family facility at all... — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Lengi hefur verið deilt um aðstæðurnar sem fólki á landamærstöðvunum er boðið upp á, en fréttir af því að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færri hafa farið hátt á síðustu misserum. Eins hafa birst myndir sem sýna að bersýnilega eru aðstæður í mörgum stöðvanna, sem gerðar eru til þess að halda fólki sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin inn til Bandaríkjanna, ekki fullnægjandi samkvæmt stöðlum tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sem sjálft fer með rekstur stöðvanna.ignoring the excellent care being provided to families and children. Our great @CBP agents deserve better and the American people deserve the whole story from CNN! pic.twitter.com/hsKsU6umhW — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Í tístum sínum sakar Pence miðilinn CNN um að segja ekki satt og rétt frá þegar kemur að aðstæðum fólks á stöðvunum og segir hann CNN hundsa algjörlega þá „frábæru meðferð sem börnum og fjölskyldum er veitt“ í búðunum. CNN og æðsti yfirmaður varaforsetans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa lengi eldað grátt silfur saman en forsetinn hefur ítrekað sakað CNN um falsfréttaflutning og kallað fréttamiðilinn, ásamt öðrum miðlum „óvin fólksins.“Á annarri myndinni sem varaforsetinn birti má sjá þunnar dýnur sem liggja á gólfinu, en þar er fólkinu í stöðvunum gert að sofa. Starfsmenn landamærastöðva þar sem karlmenn eru í haldi hafa sjálfir lýst aðstæðum þar sem skelfilegum. Segja þeir að sumir mannanna þar hafi verið í haldi í allt að 32 daga, en samkvæmt reglum toll- og landamæraeftirlitsins má ekki halda fólki þar lengur en í 72 tíma. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, birti í gær tíst þar sem hann varði þær aðstæður sem börn og fjölskyldur í landamærastöðvum víðs vegar um Bandaríkin búa við. Segir hann „berskjaldaðar fjölskyldur“ sem dvelji í slíkum búðum fá „alúðlega meðferð“ frá bandarísku þjóðinni. Í einu tísti sem varaforsetinn birti eru tvær myndir þar sem hann virðist eiga einhver samskipti við börn sem dvelja á einni slíkri stöð.Rather than broadcast the full story, showing the compassionate care the American people are providing to vulnerable families, tonight CNN only played video of men in the temporary facility and didn’t play any footage of the family facility at all... — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Lengi hefur verið deilt um aðstæðurnar sem fólki á landamærstöðvunum er boðið upp á, en fréttir af því að stórum hópum fólks sé haldið í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færri hafa farið hátt á síðustu misserum. Eins hafa birst myndir sem sýna að bersýnilega eru aðstæður í mörgum stöðvanna, sem gerðar eru til þess að halda fólki sem reynir að komast ólöglega yfir landamærin inn til Bandaríkjanna, ekki fullnægjandi samkvæmt stöðlum tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna, sem sjálft fer með rekstur stöðvanna.ignoring the excellent care being provided to families and children. Our great @CBP agents deserve better and the American people deserve the whole story from CNN! pic.twitter.com/hsKsU6umhW — Vice President Mike Pence (@VP) July 13, 2019 Í tístum sínum sakar Pence miðilinn CNN um að segja ekki satt og rétt frá þegar kemur að aðstæðum fólks á stöðvunum og segir hann CNN hundsa algjörlega þá „frábæru meðferð sem börnum og fjölskyldum er veitt“ í búðunum. CNN og æðsti yfirmaður varaforsetans, Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa lengi eldað grátt silfur saman en forsetinn hefur ítrekað sakað CNN um falsfréttaflutning og kallað fréttamiðilinn, ásamt öðrum miðlum „óvin fólksins.“Á annarri myndinni sem varaforsetinn birti má sjá þunnar dýnur sem liggja á gólfinu, en þar er fólkinu í stöðvunum gert að sofa. Starfsmenn landamærastöðva þar sem karlmenn eru í haldi hafa sjálfir lýst aðstæðum þar sem skelfilegum. Segja þeir að sumir mannanna þar hafi verið í haldi í allt að 32 daga, en samkvæmt reglum toll- og landamæraeftirlitsins má ekki halda fólki þar lengur en í 72 tíma.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Nýbirtar myndir sýna sláandi aðstæður flóttafólks á landamærastöðvum Bandaríkjanna Aðstæðurnar eru sagðar brjóta í bága við þá staðla sem toll- og landamæragæsla Bandaríkjanna hefur sett sér. 2. júlí 2019 23:12