Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Kristinn Haukur skrifar 15. júlí 2019 06:00 Um allt land má finna ríkisjarðir, til að mynda í Grímsey. „Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Það er engin ástæða til að halda þessum jörðum,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna. „Ekki frekar en að ríkið ætti íbúðir í stórum stíl eða atvinnuhúsnæði.“ Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Um 150 af þeim eru jarðir í umsjón ýmissa ríkisstofnana, svo sem Skógræktar ríkisins og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Um 300 eru venjulegar bújarðir dreifðar víðs vegar um landið sem gerir ríkið að stærsta einstaka eiganda bújarða. Flestar þeirra eru í ábúð og leigðar út en sumar eru eyðijarðir. Haraldur hefur kallað eftir skipulögðu átaki í sölu þessara jarða. Hann segir að núverandi ástand skapi óvissu fyrir leigjendur og að enginn ágóði sé fyrir ríkið að eiga þær flestar. Aðeins ætti að halda eftir jörðum sem hafi sérstaka stöðu vegna náttúrufars eða sögu. Nú þegar sé til nokkuð góð flokkun á þeim.Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins..FNL/Anton BrinkBróðurparturinn af þessum jörðum eru úr hinum gamla jarðasjóði sem hafði það hlutverk að kaupa upp jarðir búa sem lentu í erfiðleikum. Í mikilli landbúnaðarkreppu á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda, keypti sjóðurinn upp fjölda jarða. Var sjóðurinn oft fjárvana og þurfti þá sífellt að leggja honum til fé úr ríkissjóði. Samkvæmt Haraldi hefur verið í nokkurn tíma eftirspurn hjá núverandi leigutökum, sem margir hverjir eru með langtímaleigu, að kaupa leigujörðina. Fyrsta skrefið ætti að vera að leita samninga við þá um kaup. „Þá myndu þeir fá einhverja framtíðarsýn um það hvernig hægt sé að framkvæma á jörðunum,“ segir Haraldur. „Búskapur er í stöðnun á þó nokkrum búum vegna þess að það fást ekki svör frá ríkinu. Fólk þarf að reisa fjós og endurnýja ýmislegt.“ Samkvæmt ábúðarlögum ber jarðareiganda að kaupa öll samþykkt mannvirki við sölu. Annar flokkurinn sem Haraldur nefnir eru þær jarðir sem eru í nytjum frá öðrum búum. Samkvæmt honum ætti sá flokkur að vera sá næsti sem ríkið ætti að leggja áherslu á að selja. Þriðji flokkurinn séu jarðir sem hafa farið úr ábúð.„Því miður hafa þær jarðir verið lagðar í eyði því að ábúðakerfið hefur ekki verið að virka í mörg ár.“ Jarðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Nákvæmar tölur um heildarverðmæti liggja ekki fyrir en Haraldur áætlar að meðalverð sé um 20 milljónir og heildarverðmætið þá um 6 milljarðar króna. „Ég hef ekki talað fyrir því að ríkið selji jarðirnar á gjafverði,“ segir Haraldur. „Það má samt ekki halda að þetta séu óskaplega verðmætar eignir. Ef ríkið er á einhvern hátt hrætt við að afhenda eignirnar væri hægt að setja ákvæði í sölusamninga. Ef eignirnar yrðu seldar aftur, segjum innan 10 ára, þá myndi ríkið fá uppfærslu á verðmætum sínum.“ Þó að Haraldur vilji skipulagt átak þá segir hann að það megi ekki gerast of hratt. Offramboð myndi raska markaðinum. Annað sem verður að hugsa til eru þær auðlindir eða hlunnindi sem gætu verið á jörðunum. Svo sem ferskvatn, jarðefni, veiðiréttindi og jarðhiti. Haraldur segir þessar auðlindir ekki standa í vegi fyrir sölu. „Ríkið hefur verið að selja jarðir og þá hefur í einhverjum tilfellum verið haldið eftir ákveðnum hlunnindum eins og malartekju.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira