Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 14:00 Mótmælandi með dánarorð Garner áletruð við dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington-borg í dag. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ákæra ekki lögreglumenn sem áttu þátt í dauða Erics Garner á götum New York árið 2014. Garner var óvopnaður þegar lögreglumenn tóku hann hálstaki og héldu föstum í götunni. Hann lét af völdum astmakasts. Dauði Garner varð kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner, „Ég næ ekki andanum“, urðu að nokkurs konar slagorði samtaka eins og Svört líf skipta máli sem berjast gegn lögregluofbeldi gegn svörtum. Samtökin urðu til eftir hrinu mála á skömmum tíma þar sem hvítir lögregluþjónar urðu óvopnuðum svörtum mönnum að bana. Garner, sem var 43 ára gamall, hafði verið stöðvaður vegna gruns um að hann seldi vindlinga ólöglega. Myndband náðist af því þar sem hvítur lögreglumaður tók hann því sem virtist ólöglegu kyrkingartaki aftan frá á meðan aðrir lögreglumenn þrýstu brjóstinu á honum í götuna. Þrýstingurinn á háls og brjóst Garner er talinn hafa orsakað astmakastið sem varð honum að bana.New York Times greinir frá því að dómsmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að sækja lögreglumanninn sem tók Garner hálstaki ekki til saka eftir um árslanga rannsókn. Lögreglumaðurinn hefur starfað á skrifstofu frá því að Garner lést. Lögreglustjóri New York á enn eftir að taka afstöðu til þess hvort hann verði rekinn. Enginn lögreglumannanna sem áttu þátt í dauða Garner hafa verið ákærðir eða sætt refsingu af hálfu lögreglunnar. Ákærudómstóll í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki í desember árið 2014. Lögreglumaðurinn hafði borið því að hann hefði ekki tekið Garner kyrkingartaki. Hann hafi óttast að vera ýtt í gegnum verslunarglugga í átökunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að ákæra ekki lögreglumenn sem áttu þátt í dauða Erics Garner á götum New York árið 2014. Garner var óvopnaður þegar lögreglumenn tóku hann hálstaki og héldu föstum í götunni. Hann lét af völdum astmakasts. Dauði Garner varð kveikja að mótmælum og óeirðum í New York. Síðustu orð Garner, „Ég næ ekki andanum“, urðu að nokkurs konar slagorði samtaka eins og Svört líf skipta máli sem berjast gegn lögregluofbeldi gegn svörtum. Samtökin urðu til eftir hrinu mála á skömmum tíma þar sem hvítir lögregluþjónar urðu óvopnuðum svörtum mönnum að bana. Garner, sem var 43 ára gamall, hafði verið stöðvaður vegna gruns um að hann seldi vindlinga ólöglega. Myndband náðist af því þar sem hvítur lögreglumaður tók hann því sem virtist ólöglegu kyrkingartaki aftan frá á meðan aðrir lögreglumenn þrýstu brjóstinu á honum í götuna. Þrýstingurinn á háls og brjóst Garner er talinn hafa orsakað astmakastið sem varð honum að bana.New York Times greinir frá því að dómsmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að sækja lögreglumanninn sem tók Garner hálstaki ekki til saka eftir um árslanga rannsókn. Lögreglumaðurinn hefur starfað á skrifstofu frá því að Garner lést. Lögreglustjóri New York á enn eftir að taka afstöðu til þess hvort hann verði rekinn. Enginn lögreglumannanna sem áttu þátt í dauða Garner hafa verið ákærðir eða sætt refsingu af hálfu lögreglunnar. Ákærudómstóll í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki í desember árið 2014. Lögreglumaðurinn hafði borið því að hann hefði ekki tekið Garner kyrkingartaki. Hann hafi óttast að vera ýtt í gegnum verslunarglugga í átökunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32
Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33
Enn mótmælt í Bandaríkjunum Enn kom til mótmæla í bandarískjum borgum í nótt vegna andláts manns sem tekinn var hálstaki af lögreglumanni í New York. 5. desember 2014 08:22