Erlent

Grönduðu kaf­bát í  fyrsta sinn með neðansjávardróna

Samúel Karl Ólason skrifar
Kafbáturinn er sagður hafa orðið fyrir miklum skemmdum í sprengingunni en hann er sagður hafa borið fjórir stýriflaugar sem til stóð að skjóta að skotmörkum í Úkraínu.
Kafbáturinn er sagður hafa orðið fyrir miklum skemmdum í sprengingunni en hann er sagður hafa borið fjórir stýriflaugar sem til stóð að skjóta að skotmörkum í Úkraínu. Öryggisþjónusta Úkraínu (SBU)

Útsendarar einnar af leyniþjónustum Úkraínu, sem kallast Öryggisþjónusta Úkraínu (SBU), grönduðu rússneskum kafbáti við bryggju í Novorossiysk við Svartahaf í Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að kafbáti sé grandað með neðansjávardróna.

Um er að ræða kafbát af gerðinni Kilo en þeir voru upprunalega þróaðir á tímum Sovétríkjanna og hafa lengi verið notaðir af Rússum og öðrum þjóðum. Þessa kafbáta hafa Rússar meðal annars notað til að skjóta eldflaugum að úkraínskum borgum.

Forsvarsmenn SBU birtu myndband af árásinni en í yfirlýsingu sem birt var samhliða því segir að kafbátur af þessari gerð kosti um fjögur hundruð miljónir dala. Honum mun hafa verið grandað með neðansjávardróna sem á ensku er kallaður „Sub sea baby“.

Þessir drónar eru ekki eins og þekktari drónar Úkraínumanna sem marra í hálfu kafi og hægt er að sigla mjög hratt. Þeir drónar kallast „Sea baby“ og hefur Úkraínumönnum tekist að nota þá til að draga verulega úr umsvifum Rússa á Svartahafi.

Ekki kemur fram hvenær árás þessi var gerð.


Tengdar fréttir

Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas

Bandaríkjamenn hafa farið fram á það við Úkraínumenn að þeir gefi eftir það landsvæði sem þeir stjórna enn á Donbas-svæðinu svokallaða og segja að slíkt sé skilyrði fyrir friðarviðræðum við Rússa. Þá þykir orðið ólíklegt að hægt verði að nota frystar eigur Rússa í Belgíu til að fjármagna lán handa Úkraínumönnum og er það meðal annars vegna þrýstings frá Washington DC.

Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í dag myndband sem hann tók á götum borgarinnar Kúpíansk. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og forsvarsmenn rússneska hersins héldu því fram í síðasta mánuði að borgin hefði verið hernumin að fullu en nú berast fregnir af því að Úkraínumenn séu að reka Rússa úr borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×