Innlent

Dóra Björt til liðs við Sam­fylkinguna

Árni Sæberg skrifar
Dóra Björt er hætt í Pírötum og gengin í Samfylkinguna.
Dóra Björt er hætt í Pírötum og gengin í Samfylkinguna. Vísir/Anton Brink

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman.

Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í Reykjavík, sem boðað var til í morgun.

Dóra Björt var oddviti Pírata í borgarstjórnarkosningum árið 2022 og hefur setið í borgarstjórn fyrir flokkinn frá árinu 2018. 

Hún tilkynnti í lok október síðastliðins að hún gæfi kost á sér í embætti fyrsta formanns Pírata. Þann 12. nóvember tilkynnti hún hins vegar að hún hefði fallið frá framboðinu. Hún sagði hugmyndir sínar um breytingar á stefnu flokksins stuðla að óeiningu innan flokksins og því drægi hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu.

Í framboði voru þau Alexandra Briem borgarfulltrúi og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi og Oktavía Hrund var kjörið fyrsti formaður Pírata þann 29. október.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×